Stefnan sem Ísland þarfnast Jason Steinþórsson skrifar 25. febrúar 2021 08:01 Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hulunni hefur verið svipt af ýmsum lífsseigum mýtum að undanförnu. Ein þessara mýta er að hér á landi sé nánast enginn spilling. Samkvæmt nýrri úttekt Transparency International (TI) er Ísland í 17. sæti í þessum efnum, en var í ellefta sæti árið 2019. Er nú svo komið að Ísland er spilltast Norðurlandanna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Við urðum okkur til háborinnar og alþjóðlegrar skammar þegar nýtt dómskerfi var sett á laggirnar, bara vegna þess að dómsmálaráðherra gat ekki stillt sig um að fikta í því. Eftirmanni hennar finnst eðlilegt að hringja í lögreglustjórann á aðfangadag til að „forvitnast“ þegar samflokksmaður hunsar sóttvarnatilmæli eigin ríkisstjórnar. Ekki í fyrsta sinn sem dómsmálaráðherra þessa flokks hringir í lögreglustjóra til að „forvitnast“ um lögreglumál. Sagt hefur verið að jöfnuður á Íslandi sé mikill. Þó ekki meiri en svo að enn eru ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu, eins og sýnt var fram á nýverið. Verkefni sem hefur verið unnið að lengi með átaki, skýrslum, nefndarsetum og fjármagni sem allt átti að tryggja að kynin fengju sömu laun. Forsætisráðherra talaði nýverið um að hún gæti sætt sig við að ná því fram árið 2030, sem er ótrúlegt metnaðarleysi. Við höfum slegið okkur til riddara í umhverfismálum, sem er ein mesta ógn sem við stöndum frammi fyrir, en ef nánar er að gáð þá erum við enn einnig miklir slóðar þar. Skólp rennur óhindrað út í sjó, ár og læki víða, flokkun er nánast á steinaldarstigi miðað við margar aðrar þjóðir og annað er eftir því. Nánast öll hugsun og framkvæmd í umhverfismálum er á þá leið að þau séu hliðarverkefni, sérstaklega á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Hinn metnaðarfulli umhverfisráðherra er ekki öfundsverður af samstarfsfólki hans. Hvað er til ráða? Í mínum huga er ekki nema eitt að gera: Gjörbreyta samsetningu þingheims. Fá inn fólk sem vill breyta til batnaðar, laga það sem þarf að laga, gera samfélagið hér sjálfbært og valdefla almenning. Fá hann með sér í það verkefnið að skapa hér öflugt nýsköpunarsamfélag þar sem umhverfismál, jafnrétti, manngæska og samvinna eru höfð í fyrirrúmi. Opna og lýðræðisvæða samfélagið þar sem upplýsingar, aðgengi og þjónusta er fyrir almenning og almenningur kemur að ákvörðunum um sín málefni. Gera okkur tilbúin til að takast á við áskoranir framtíðarinnar – saman. Breytum og gerum þetta rétt Þegar horft er yfir sviðið þá kemur ekki nema eitt til greina þegar fyrrnefnd markmið eru reifuð. Það er nauðsynlegt að Píratar fái lykilstöðu í næstu ríkisstjórn. Grunnstefna Pírata, sem allt starf flokksins hvílir á, er skýr: Ákvarðanir byggðar á gögnum, mannréttindavernd og valddreifing. Píratar eru þannig eini flokkurinn sem vill takmarka eigin völd og opna allt upp á gátt – sem er nauðsynlegt viðhorf í samfélagi sem fellur árlega niður spillingarlistann. Píratar eru óhræddir við gagnrýna óþægileg mál og taka umdeildar ákvarðanir, séu þær vel rökstuddar. Við þurfum fleiri upplýstar ákvarðanir á Alþingi og færri ákvarðanir sem byggja á pólitískri refskák og hrossakaupum. Við þurfum grunnstefnu Pírata. Í næstu kosningum er því nauðsynlegt að Píratar fái víðtækan stuðning. Það gæti fært þeim lykilráðuneyti í ríkisstjórn og lagt grunninn að upplýstri, gangsærri og mannúðlegri uppbyggingu til framtíðar. Höfundur er iðnrekstrarfræðingur og býður sig fram í forvali Pírata í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í haust.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun