Enginn lögregluþjónn ákærður vegna dauða Daniel Prude Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 11:01 Joe og Armin Prude, frændur Daniel Prude, með mynd af honum. AP/Ted Shaffrey Enginn lögregluþjónn verður ákærður vegna dauða Daniels Prude í Bandaríkjunum. Hann dó eftir að hann var handjárnaður og hetta sett á hann eftir að hann hljóp nakinn um götur Rochester í New York. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Prude átti við geðræn vandamál að stríða og hafði bróðir hans hringt eftir aðstoð. Eftir að hettan var sett á Prude var honum þrýst niður í götuna í tvær mínútur. Eftir það var hann í öndunarvél í sjö daga áður en hann dó. Meinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að dauði Prude sé morð vegna köfnunar og að hann hafi einnig verið undir áhrifum fíkniefnisins PCP. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi eftir að fjölskylda Prude opinberaði myndbönd og skjöl um handtöku hans. Hann sagði bróður sinn hafa verið myrtan á kaldrifjaðan hátt. Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, tilkynnti í gær að enginn af lögregluþjónunum yrði ákærður. Það hefði verið ákveðið af svokölluðum „grand jury“ þar sem almennir borgarar eru fengnir til að fara yfir tiltekin mál, skoða sönnunargögn, ræða við vitni og segja til um hvort tilefni sé til að ákæra. James sagðist hafa vonast eftir annarri niðurstöðu. „Dómsmálakerfið hefur sýnt tregðu til að draga lögregluþjóna til ábyrgðar fyrir óréttlætanleg dauðsföll svartra Bandaríkjamanna,“ sagði hún samkvæmt New York Times. Sjö lögregluþjónum var vikið úr starfi vegna atviksins en lögmenn þeirra segja þá hafa brugðist við í sambæri við þjálfun þeirra. Þeir segja sömuleiðis að notkun Prudes á PCP hafi leitt til dauða hans. Sjá einnig: Sjö lögregluþjónum vikið úr starfi vegna dauða Daniel Prude Myndböndin úr vestismyndavélum lögregluþjóna sýna að Prude hlýddi þeim þegar þeir sögðu honum að leggjast í jörðina og setja hendur sínar fyrir aftan bak. Hann var þó mjög æstur og bað um byssu. Hann öskraði og sagðist þurfa á byssu að halda. Þá settu lögregluþjónarnir hvíta hettu yfir höfuð hans. Henni var ætlað að verja lögregluþjóna gegn hrákum en á þessum tíma var Covid-19 að byrja að breiðast út í New York. Prude bað lögregluþjónana um að fjarlægja hettuna og sagðist hann áfram þurfa byssu. Hann missti meðvitund eftir að lögregluþjónn hafði haldið fætinum á honum í um tvær mínútur. Mörg umdeild mál hjá lögreglunni Lögreglan í Rochester hefur ítrekað verið harðlega gagnrýnd á undanförnu ári vegna umdeildra mála sem hafa komið þar upp. Um síðustu mánaðamót handjárnuðu lögregluþjónar til að mynda níu ára stúlku og beittu hana piparúða. Þá höfðu þeir verið kallaðir á vettvang vegna heimiliserja. AP fréttaveitan segir að lögreglan hafi einnig verið gagnrýnd fyrir hörð viðbrögð við mótmælum vegna lögregluofbeldis sem fram fóru víða um Bandaríkin í fyrra.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira