Bandarísku landsliðskonurnar hættar að krjúpa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 09:00 Allir leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins stóðu á meðan bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður fyrir leikinn á móti Brasilíu. Getty/Alex Menendez Bandaríska kvennalandsliðið hélt sigurgöngu sinni áfram í gærkvöldi en það vakti líka talsverða athygli sem þær gerðu ekki fyrir leikinn sinn í gær. Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Bandaríkin vann 2-0 sigur á Brasilíu í öðrum leik sínum á SheBelieves æfingamótinu í Orlando í Flórída. Þetta var fimmtándi sigur bandaríska kvennalandsliðsins í röð og 36. leikur liðsins í röð án taps. Christen Press og Megan Rapinoe skoruðu mörkin. Þetta var líka annar leikur liðsins í SheBelieves mótinu en þær bandarísku höfðu unnið Kanada fyrir nokkrum dögum. Crystal Dunn says the #USWNT stood for the national anthem today because the team is "past the protesting phase" and is now "putting all the talk into actual work." https://t.co/ryPdlfzVI9— Jeff Carlisle (@JeffreyCarlisle) February 22, 2021 Bandaríska liðið vakti heimsathygli á sínum tíma fyrir að krjúpa í bandaríska þjóðsöngnum til að mótmæla óréttlæti svartra í heimalandi sínu. Sumar fór niður á hné í þjóðsöngnum fyrir leikinn á móti Kanada en í leiknum á móti Brasilíu í gær þá stóðu þær allar þegar „The Star-Spangled Banner“ var spilaður. Crystal Dunn, varnarmaður bandaríska liðsins, sagði fjölmiðlamönnum eftir leikinn að leikmenn liðsins væru hættar að mótmæla með því að krjúpa á meðan þjóðsöngurinn er spilaður. Í staðinn ætla þeir að einbeita sér að láta verkin tala utan vallar. Landsliðskonurnar voru þó í upphitunarjökkum þar sem á stóð „Black Lives Matter“ og það hafði ekki breyst frá því í síðustu leikjum. Stellar goals, skill all over the pitch, well-timed tackles and whatever it took to get the win : vs. pic.twitter.com/EyoxHaY9pH— U.S. Soccer WNT (@USWNT) February 21, 2021 Dunn sagði að það hefði ekki farið fram kosning innan liðsins en þetta engu að síður sameiginleg ákvörðun leikmannanna. „Þær sem voru að mótmæla með því að fara að niður á hnén vildu vekja athygli á harðræði lögregluþjóna og kynþáttafordómum í garð þeldökkra í landinu. Ég held að við höfum ákveðið að hætta þessu af því okkur finnst við ekki lengur þurfa að krjúpa í þjóðsöngnum af því að við erum að vinna vinnuna á bak við tjöldin. Við erum að berjast á móti kerfisbundnum rasisma og við ætluðum aldrei að krjúpa endalaust. Ég held að við séum allar stoltar af vinnu okkar á bak við tjöldin og þetta var leikurinn þar sem okkur fannst kominn tími til að færa okkur yfir á næsta stig í baráttunni fyrir breytingum,“ sagði Crystal Dunn. Crystal Dunn er 28 ára gömul og ein af þeldökkum leikmönnum bandaríska landsliðsins. Hún hefur spilað yfir hundrað landsleiki á sínum ferli og var í heimsmeistaraliðinu 2019.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira