Einu sigrar Selfyssinga á Haukum í þrjú ár hafa verið í lokaúrslitunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2021 12:31 Atli Ævar Ingólfsson skorar fyrir Selfossliðið en Adam Haukur Baumruk er til varnar. Vísir/Vilhelm Haukarnir hafa getað treyst á það að fá tvö stig út úr leikjum sínum á móti Selfyssingum undanfarnar tvær leiktíðir í karlahandboltanum. Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Í gærkvöldi voru liðin þrjú ár síðan að Selfoss vann síðast deildarleik á móti Haukum í Olís deild karla. Liðin mætast í kvöld á Ásvöllum í lokaleik tíundu umferðar. Leikur Hauka og Selfoss á Ásvöllum hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Strax á eftir leiknum gerir Seinni bylgjan svo upp umferðina. Deildarleikir liðanna undanfarin ár hafa allir fallið Haukamegin en mikilvægustu leikirnir enduðu flestir allt öðruvísi. Selfyssingar unnu sinn fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil eftir 3-1 sigur á Haukum í lokaúrslitunum vorið 2019. Þessir þrír sigrar í úrslitakeppninni í maí 2019 eru einu sigrar Selfyssinga á Haukum undanfarna 36 mánuði. Það er óhætt að segja að þeir hafi unnið réttu leikina. Síðan hafa liðin mæst tvisvar sinnum í deildinni og Haukarnir unnu þá tvo leiki með samtals sautján marka mun, fyrst sjö marka sigur á Ásvöllum og svo tíu marka sigur á Selfossi. Sama tímabil og Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þá höfðu Haukarnir unnið báða deildarleiki liðanna, fyrst fjögurra marka sigur á Ásvöllum og svo tveggja marka sigur á Selfossi. Síðasti deildarsigur Selfossliðins á Haukum var 18. febrúar 2018. Selfyssingar unnu þá eins marks heimasigur, 26-25. Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið úr nær ómögulegu færi. Haukarnir voru þremur mörkum yfir, 25-22, þegar þrjár mínútur voru eftir en Selfyssingar skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Haukur Þrastarson skoraði fyrstu þrjú og svo var Elvar með sigurmarkið. Fyrri leikur liðanna þetta tímabil endaði einnig með eins marks sigri Selfyssinga en hann fór fram á Ásvöllum eins og leikurinn í kvöld. Þá var Alexander Már Egan hetja Selfossliðsins en hann skoraði sigurmarkið. Haukar fengu síðustu sóknina en skutu í stöng og Selfoss vann leikinn 24-23. Þetta var líka endurkomusigur því Haukar voru með sex marka forystu, 16-10, í upphafi seinni hálfleiksins. Haukar unnu alla þrjá deildarleiki liðanna tímabilið 2016-17 sem var fyrsta tímabil Selfyssingar í efstu deild eftir að þeir komu aftur upp í Olís deildina. Frá endurkomu Selfyssinga í deild þeirra bestu hafa Haukarnir unnið sjö af níu deildarleikjum liðanna en Selfoss hefur unnið þrjá af fjórum leikjum liðanna í úrslitakeppni. Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Deildarleikir Hauka og Selfoss undanfarin tímabil: 2019-20 Á Selfossi: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 7 marka sigur (36-29) 2018-19 Á Selfossi: Haukar unnu 2 marka sigur (29-27) Á Ásvöllum: Haukar unnu 4 marka sigur (30-26) 2017-18 Á Selfossi: Selfoss vann 1 marks sigur (26-25) Á Ásvöllum: Selfoss vann 1 marks sigur (24-23) 2016-17 Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (35-25) Á Ásvöllum: Haukar unnu 10 marka sigur (40-30) Á Selfossi: Haukar unnu 3 marka sigur (34-31)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar UMF Selfoss Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti