Neville sleppti Bruno er hann fór yfir bestu kaup Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. febrúar 2021 07:00 Gary Neville og Roy Keane á góðri stundi. Írinn er á blaði sem bestu fimm kaup Man United að mati Neville. John Peters/Manchester United Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, vann á sínum tíma fjölda titla með Manchester United. Hann var beðinn um að velja bestu kaup félagsins og hér að neðan má sjá bestu fimm kaupin að mati Neville. Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Athygli vekur að hann sleppti Bruno Fernandes, án efa besta leikmanns liðsins í dag og bestu fjárfestu sem Man United hefur gert undanfarin ár. 5. sæti: Nemanja Vidic Miðvörðurinn frá Serbíu kostaði sjö milljónir punda er hann var keyptur frá Spartak Moskvu árið 2006. Breytti varnarleik liðsins til hins betra og gerði lífið auðveldara fyrir Neville í hægri bakverðinum. Vann fjölda titla og þar á meðal Meistaradeild Evrópu árið 2008. Nemanja Vidic og Rio Ferdinand mynduðu eitt besta miðvarðarpar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Aðeins annar komst á listann hjá Neville.Nordic photos/AFP 4. sæti: Wayne Rooney Núverandi stjóri Derby County í ensku B-deildinni kostaði 27 milljónir punda er hann kom frá Everton árið 2004. Hann átti eftir að borga þann pening margfalt til betra og er sem stendur markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk, met sem verður möguelga aldrei slegið. 3. sæti: Cristiano Ronaldo Portúgalska ofurstjarnan kostaði litlar 12 milljónir punda er hann kom frá Sporting í Portúgal sumarið 2003. Það gerði hann þó á sínum tíma að dýrasta táningi í heimi. United seldi hann svo til Real Madrid sem var þá hæsta upphæð sem lið hafði greitt fyrir leikmann. Eftir á að hyggja hefði United átt að selja hann á helmingi meira. Þessir tveir komust báðir á listann hjá Neville. Segja má að myndin lýsi þeim ágætlega.EPA/MAGI HAROUN 2. sæti: Roy Keane Írinn geðþekki kostaði 3.7 milljónir punda er Sir Alex Ferguson sótti hann til Nottingham Forest árið 1993. Ótrúlegur leikmaður sem var um árabil einn sá harðast í ensku úrvalsdeildinni. Ástæðan fyrir velgengni Manchester United og ef ekki hefði verið fyrir slæm mjaðmameiðsli hefði hann enst enn lengur. Skoraði 50 mörk í ensku úrvalsdeildinni, ekki amalegt fyrir mann sem kunni bara að tækla og rífa kjaft að margra mati. Það voru fáir betri en Cantona á sínum tíma.Mynd/Nordic Photos/Getty 1.sæti: Eric Cantona Hver annar? Kóngurinn sjálfur kostaði 1.2 milljónir punda þegar honum var svo gott sem stolið af Leeds United árið 1992, þáverandi fjendum Man Utd. Einhver ótrúlegustu kaup allra tíma en Cantona lagði grunninn að ótrúlegri sigurgöngu United með Ferguson við stjórnvölin. Hann vann fjóra titla á aðeins fimm árum og var í leikbanni eina tímabilið þar sem titillinn vannst ekki. Einnig vann hann FA-bikarinn tvívegis áður en hann ákvað að kalla þetta gott og leggja skóna á hilluna rétt þrítugur að aldri. "To get a player from Leeds for £1.2m and he gets you to the title..." @GNev2 picks Eric Cantona as Manchester United's best ever Premier League signing pic.twitter.com/LV0cDbdNzr— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 15, 2021
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira