Umdeilt frumvarp um öfgar líklegast samþykkt í franska þinginu í dag Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 11:38 Frá því þegar umræður um frumvarpið fóru fram í þinginu í síðustu viku. EPA/CHRISTOPHE PETIT TESSON Þingmenn neðri deildar Frakklandsþings munu í dag greiða atkvæði um umdeilt lagafrumvarp. Ráðmenn segja frumvarpinu ætlað að draga úr öfgum og verja franska lýðveldið og gildi þess en gagnrýnendur segja frumvarpið brjóta gegn trúfrelsi og koma niður á múslimum í Frakklandi. Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum. Frakkland Trúmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Gagnrýnendur segja einnig að með frumvarpinu sé Emmanuel Macron, forseti Frakklands, að reyna að tryggja sér atkvæði hægri sinnaðra kjósenda í forsetakosningum næsta árs. Þeir segja ríkið þegar hafa þau tól sem þurfi til að berjast gegn öfgum og hafa mótmæli farið fram í París. Verði frumvarpið að lögum fengi ríkið meðal annars frekari heimildir til að berjast gegn öfgum, auk eftirlit með moskum og skólum á vegum trúfélaga og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá fengju embættismenn heimildir til að stöðva fjölkvæni og bjarga konum sem hafa verið þvingaðar í hjónabönd. Þar að auki myndu lögin takmarka heimaskólun barna verulega. Macron boðaði frumvarpið í kjölfar grimmilegs morðs kennarans Samuels Paty og sagði hann markmið ríkisstjórnar hans meðal annars að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Macron skrifaði í nóvember grein í Financial Times um frumvarpið, þar sem hann sagði að barátta ríkisins væri ekki gegn múslimum heldur öfgum. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar segja það hafa orðið erfiðara á undanförnum árum. Sjá einnig: Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Fastlega er búist við því að frumvarpið verði samþykkt af þingmönnum neðri deildar þingsins. Öldungadeildin mun þó taka frumvarpið til umfjöllunar í kjölfarið og samkvæmt frétt France24 gætu verið gerðar breytingar á því þar. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France 24, þar sem meðal annars er farið yfir hvað frumvarpið felur í sér. Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, sagði eftir lokaumræður um frumvarpið á laugardaginn að það veitti varnir gegn íslömskum öfgum, sem hann sagði hugmyndafræði sem væri andvíg gildum lýðveldis Frakklands. Öfgamenn hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir, þar á meðal hryðjuverkaárásir í Frakklandi á undanförnum árum. Morð Paty vakti mikla athygli en hann hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Áður en hann gerði það, bauð hann nemendum sem vildu ekki sjá þær að yfirgefa kennslustofuna. Foreldrar mótmæltu þessu harðlega og baðst Paty á endanum afsökunar. Nokkru síðar hófu nokkrir foreldrar herferð gegn Paty og þar á meðal einn maður sem sagði í myndbandi sem hann birti á netinu að Paty hefði rekið dóttur sína úr kennslustofunni. Dóttir þess manns var þó ekki í tímum hjá Paty og er hann meðal þeirra sem hafa verið ákærðir vegna morðsins. Hinn átján ára gamli Abdoullakh Anzorov sá myndbandið og myrti hann Paty og skar af honum höfuðið. Anzorov var svo í kjölfarið skotinn til bana af lögregluþjónum.
Frakkland Trúmál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira