Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 20:34 Karl Steinar segir mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar áður en ályktanir eru dregnar. Vísir/Samsett Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40