Hver leggur valdhöfum línurnar - fulltrúi Guðs eða við? Eva Hauksdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun