„Æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2021 13:00 Bareigendur í miðbænum glaðir og bjartsýnir fyrir framhaldinu. Vísir/Samsett „Við sátum ekki auðum höndum meðan það var lokað. Við héldum fullt af streymistónleikum og brugðum á leik en ekkert jafnast á við mannlega hluta Priksins, daglegt líf og umstang,“ segir Geoffrey Huntington-Williams, einn eigenda skemmtistaðarins Priksins í miðbæ Reykjavíkur. Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega. Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Síðasta mánudag opnuðu skemmtistaðir og krár aftur eftir að hafa verið lokað samfleytt í fjóra mánuði eða síðan 5. október. Lífið tók stöðuna á nokkrum vertum miðbæjarins og fengu að heyra hvernig stemningin og andrúmsloftið var í bænum eftir að dyrnar opnuðu aftur og bjórdælurnar hrukku í gang eftir langa pásu. Foto: Egill/Egill Aðalsteinsson „Við erum búin að sakna fastakúnnana okkar mikið og vitum til þess að það voru margir sem söknuðu okkar líka.“ Þetta segir Geoffrey en Prikið hefur lengi verið þekkt fyrir stóran og tryggan fastakúnnahóp í gegnum árin. „Yngstu gestirnir okkar eru börn fastakúnna svo að þetta er ansi breiður aldurshópur, frá núll ára til sjötugs.“ Sumir þessara kúnna hafa verið eins og svífandi draugar um borgina undanfarna mánuði svo að það var æðisleg tilfinning að hafa loksins fengið að taka úr lás og kveikja aftur á dælunum og kaffivélunum. Geoffrey segir þau á Prikinu vera vel í stakk búin til að taka á móti fólki í tveimur aðgreindum svæðum efri og neðri hæðar og hann finni að nú séu góðar stundir framundan. „Stemningin hefur verið gríðargóð síðan Prikið opnaði aftur. Erum við ekki á gulu ljósi núna? Vonandi getum við tekið á móti fleira fólki á næstunni og ástandið haldist óbreytt í landinu.“ Fólki finnst gott að geta loks farið út og hitti vini sína Björn Árnason vertinn á Skúla Craft bar við Fógetatorg, segir það ótrúlega góða tilfinningu að sjá barinn aftur fullan af lífi eftir svo langa lokun. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Einnig er það ótrúlega góð upplifun að fá starfsfólkið aftur til vinnu. Það er fámennur en góður starfsmannahópur á Skúla og það er mjög gott að hitta þau aftur. Það eru allir mjög glaðir með þetta.“ Björn segir það einnig gleðja mikið að hitta fastakúnnana sína aftur og stemning sé búin að vera mjög „fín og dönnuð". Suma fastakúnnana þekkir maður þó ekki fyrr en þeir eru sestir til borðs og búnir að taka af sér grímuna. Maður finnur fyrir því að fólki finnst gott að geta loks farið út og hitt vini sína. Björn segist vona að það verði hægt að létta hratt á takmörkunum svo að hægt sé að hleypa meira lífi í veitingabransann. „Maður vonar bara að veiran fari ekki aftur af stað í þjóðfélaginu og þetta haldi áfram eins og þetta er búið að ganga undanfarnar vikur. Ég er bjartsýnn með framhaldið,“ segir Björn að lokum. Langir fjórir mánuðir George Leite, einn eigenda Kalda bars, segir það hafa verið ákaflega ánægjulegt að fá að opna aftur og allir hafi verið mjög spenntir fyrir því að mæta til vinnu. Þetta eru búnir að vera langir fjórir mánuðir en að sjálfsögðu höfum við bara beðið þolinmóð. Viðtökurnar voru rosalega góðar, allir kúnnar bara glaðir að koma aftur og höfðu saknað okkar. George segir búið að ganga mjög vel í vikunni og stemninguna hafa verið einstaklega ljúfa og góða. „Það er oftast búið að vera fullt hús, miðað við hvað má og nóg að gera. Þetta hefur eiginlega gengið vonum framar og allar reglur sem við þurfum að fylgja að slípast til,“ segir George að lokum og bætir því við að hann vonist eftir frekari tilslökunum fljótlega.
Næturlíf Reykjavík Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning