Fyrirhuguð lokun meðferðaheimilisins Laugalands Íris Stefánsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 14:30 Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Eyjafjarðarsveit Meðferðarheimili Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Meðferðaheimilið Laugaland hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið frá því að fréttir bárust af því að til stæði að loka því. Félagið Olnbogabörnin mótmælir þeim fyriráætlunum harðlega og leggur til að fundinn verði rekstrargrundvöllur fyrir áframhaldandi starfsemi á Laugalandi og að sú aðstaða og starfsfólk sem eru til staðar nýtist áfram þeim stúlkum sem þurfa nauðsynlega á þjónustu þeirra að halda. Laugaland hefur verið í höndum núverandi rekstraraðila frá árinu 2008. Undanfarið hafa konur sem þar dvöldu á tímum fyrri rekstraraðila komið fram í fjölmiðlum og lýst hryllilegum aðstæðum sem þær lifðu við á þeim tíma og við styðjum þær fullkomlega í þeirri viðleitni sinni að fá viðurkenningu á þeirri upplifun. Það skal þó vera skýrt að þessar frásagnir eiga ekki við um núverandi rekstraraðila og við myndum ekki vinna að áframhaldandi starfsemi heimilisins ef grunur væri á að þar þrifist ofbeldi eða vanræksla. Félagið Olnbogabörnin var stofnað 2013 af foreldrum og aðstandendum barna og ungmenna í áhættuhegðun, s.s. misnotkun vímuefna, afbrotum og annari óæskilegri hegðun. Félagið hefur unnið að þrýsta á stjórnvöld ti að bæta úrræði i meðferðarmálum ungmenna, efla forvarnir og auka stuðning. Frá stofnun félagsins höfum við séð að þrátt fyrir breyttar áherslur í meðferðarmálum, sérstaklega hvað varðar vistun ungmenna utan heimilis á meðferðarheimilum eins og Laugalandi þá hefur þörfin fyrir slíka vistun ekki minnkað þannig að Barnaverndarstofu sé stætt að loka þessu heimili. Nú þegar er unnið að byggingu á nýju meðferðarheimili sem er gert ráð fyrir að taki til starfa árið 2023 og er sú framkvæmd unnin vegna ítarlegrar greiningar á þörf fyrir fleiri og sérhæfðari meðferðarúrræði en nú eru í boði. Það er ekkert sem bendir til annars en að með lokun Laugalands myndist ófremdarástand í þessum málaflokki þar sem fjöldi barna og ungmenna fá ekki viðeigandi aðstoð við sínum vanda. Allt samfélagið er búið að vera í lamasessi í heilt ár vegna Covid lokana og við því að búast að áhrif og afleiðingar þessa eigi eftir að vera alvarleg fyrir þennan viðkvæma hóp. Samkvæmt nýjustu tölum barnaverndarstofu um tilkynningar til barnaverndarnefnda hefur tilkynningum um áhættuhegðun barna aukist á milli ára og því ljóst að þau börn sem munu þurfa að nýta sér meðferðarúrræði verða fleiri í kjölfarið. Engin ein meðferðaraðferð leysir vanda allra og því hefur verið og er enn þörf á meðferðarheimilum sem vista þau börn utan heimilis sem ekki hafa náð árangri með vægari aðgerðum. Með lokun Laugalands yrði aðeins eitt slíkt heimili starfhæft, sem hefur rými fyrir 6-7 börn í senn. Algengur meðferðartími er um 6-9 mánuðir og því yrði hámarksgeta vistunar á meðferðarheimilum u.þ.b. 10 börn á ári. Árið 2018 voru 19 börn vistuð á slíkum meðferðarheimilum, 21 árið 2019 og 16 árið 2020. Hvað sér barnaverndarstofa fyrir sér að gera við 6-11 börn á ári, í bráðri hættu, sem fá ekki viðunandi meðferð? Hópur fyrrum skjólstæðinga Laugalands hefur stofnað undirskriftarlista til að mótmæla lokun Laugalands. Við hvetjum alla til að láta sig þetta málefni varða og skrifa undir. Höfundur er einn stofnenda félagsins Olnbogabörnin.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun