Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 07:29 Úrkomuspákort Veðurstofunnar fyrir hádegið á sunnudag. Veðurstofa Íslands Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri. Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Því má reikna með hláku með auknu afrennsli og líkum á vatnavöxtum að því er segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll suðvestantil á landinu í dag og víða um land á morgun. Vegna veðurspárinnar þarf að fylgjast með hættu á bæði votum snjóflóðum og skriðuföllum, sagði í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Ofanflóðavöktun verður þannig aukin um helgina og fylgst með hvernig aðstæður þróast á Seyðisfirði þar sem stórar aurskriður féllu í desember í hamfararigningu. „Metið verður um helgina hvort grípa þurfi til rýmingar eða annarra ráðstafana. Tilkynning vegna þessa verður á send út á þessum vettvangi á morgun milli klukkan 13 og 16,“ sagði í Facebook-færslu lögreglunnar á Austurlandi í gær. Seyðisfjörður: Búið er að móta varnargarða ofan við Tækniminjasafnið og Slippinn //English translation...Posted by Lögreglan á Austurlandi on Thursday, February 11, 2021 „Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig, en vægt frost á Norður- og Austurlandi. Á morgun er útlit fyrir hvassa suðaustanátt með rigningu syðra, en skýjuðu og þurru fyrir norðan. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag er helsta breytingin sú að það rignir líklega víða um land og sennilega talsvert eða mikið á Suðausturlandi og Austfjörðum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Austan og suðaustan 10-18 m/s í dag, hvassast sunnan heiða. Léttskýjað um landið norðanvert, en dálitlar skúrir eða él suðaustantil. Hiti 1 til 6 stig, en víða 0 til 5 stiga frost á N- og A-landi. Rigning við S-ströndina í kvöld og bætir í vind. Hvöss suðaustanátt og rigning á morgun, einkum SA-lands, en þurrt að kalla norðan heiða. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 13-20 m/s og talsverð rigning á S-verðu landinu, en þurrt að kalla N-til. Hiti 2 til 8 stig. Á sunnudag: Suðaustan og austan 13-20, en hægari V-lands síðdegis. Rigning með köflum, en talsverð rigning á SA- og A-landi. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og NA-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á þriðjudag: Austlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið norðan heiða. Áfram milt í veðri.
Veður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira