Frekari afléttingar gætu verið handan við hornið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að hann muni koma með tillögur um afléttingar á samkomutakmörkunum fyrr en áætlað ef áfram gengur jafn vel að halda faraldrinum niðri innanlands líkt og verið hefur undanfarnar vikur. Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Enginn greindist með kórónuveiruna í gær, hvorki innanlands né á landamærum, og síðastliðna viku hafa aðeins þrír greinst innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Þá hafa sautján greinst með jákvæð sýni á landamærunum, þar af voru sex virk smit. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Núverandi samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti síðastliðinn mánudag gilda til 1. mars. Spurður út í hvort hann væri að velta fyrir sér skoða afléttingar fyrir þann tíma í ljósi fárra smita, bæði innanlands og á landamærunum sagði Þórólfur: „Já, já það er alveg til skoðunar og ég held að það geti alveg verið tilefni til þess. Bara nákvæmlega eins og við gerðum núna, ég kom með tillögur fyrr en áætlað var og ég held að það verði þannig ef þetta gengur svona vel áfram. En við erum sérstaklega að skoða landamærin í ljósi þess ef við ætlum að aflétta meira þá verðum við að vera eins trygg og mögulegt er að það leki ekki í gegnum landamærin.“ Tillögur varðandi landamærin væntanlegar Þá var hann einnig spurður út í hvaða hugmyndir væru uppi varðandi það hvernig tryggja mætti betur að smit komist ekki inn í landi en hann mun senda frá sér tillögur varðandi landamærin á næstu dögum Sagði Þórólfur ýmsar hugmyndir uppi um hvað væri hægt að gera. Meðal annars mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. „Það er hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð áður en það kemur eins og er gert í mjög mörgum Evrópulöndum. Síðan er hægt, ef vafi leikur á að til dæmis fólk muni halda sóttkví, að skylda fólk til að vera í farsóttarhúsi meðan á sóttkví stendur. Þetta eru svona helstu atriðin sem hægt væri að nýta sér.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundruða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira