Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2021 23:29 Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára. Vísir/vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum. Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri bankans en sé litið til ársins í heild dróst hagnaður bankans saman um tæpa tvo milljarða milli ára og var 6,8 milljarðar króna á síðasta ári samanborið við 8,5 milljarða árið 2019. Samhliða því jókst arðsemi umfram áhættulausa vexti úr 1,2% árið 2019 í 2,6% á síðasta ári. Stjórnunarkostnaður bankans dróst saman um 7,1% á milli ára og nam 22,7 milljörðum króna á síðasta ári. Að sögn bankans má rekja lækkunina til fækkunar stöðugilda og lækkun á flestum kostnaðarliðum. Aukin áhætta í lánasafninu Hlutfall lánasafns bankans sem er metið með verulega aukningu í útlánaáhættu (stig 2), margfaldaðist milli ára og er nú 15,6% samanborið við 2,6% í lok árs 2019. Er sú breyting rakin til áhrifa faraldursins og þeirra ýmsu úrræða sem viðskiptavinum stóðu til boða vegna tímabundins tekjumissis. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að útlán til viðskiptavina hafi aukist um 107 milljarða króna eða 11,9% á árinu 2020. Vöxturinn var aðallega í húsnæðislánum þar sem mikil eftirspurn var eftir endurfjármögnun. Innlán frá viðskiptavinum hækkuðu um 61,1 milljarða króna á síðasta ári eða 9,9% og námu 679 milljarðar króna í lok árs. Skýrist það af auknum innlánum einstaklinga og fyrirtækja. 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýtt sér sérstök úrræði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir stjórnendur vera mjög sátta með arðsemi bankans á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. „Á árinu 2020 lækkaði kostnaður um 7,1% á sama tíma og aukning í útlánasafninu nam 11,9% og innlán jukust um 9,9%. Töluvert hefur verið fjallað um stöðu lánasafnsins og áhrif af COVID-19 en um 1.500 heimili og 650 fyrirtæki nýttu sér þau úrræði sem í boði voru og lauk í árslok 2020,“ er haft eftir Birnu í tilkynningu. Hún bætir við að þeir viðskiptavinir sem höfðu þörf fyrir lengra greiðsluhlé séu að mestu fyrirtæki í ferðaþjónustu og að slík lán séu um 6% af lánasafni bankans í lok árs. Íslandsbanki er nú alfarið í eigu íslenska ríkisins en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á 25 til 35% hlut ríkisins í bankanum.
Íslenskir bankar Markaðir Tengdar fréttir Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. 2. febrúar 2021 12:11
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. 2. febrúar 2021 08:06
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. 29. janúar 2021 17:25