„Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. febrúar 2021 20:58 Már Gunnarsson og Lubbi. Lubbi er í þjálfun sem leiðsöguhundur. Vísir/Egill Átján manns bíða eftir því að fá blindrahunda en Blindrafélagið ræður einungis við það að úthluta tveimur slíkum hundum á ári. Hvorki ríki né sveitarfélög taka þátt í kostnaðinum. vegna blindrahunda. Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021 Dýr Félagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Biðin eftir blindrahundi getur verið mjög löng og ef engar breytingar verða gætu þeir sem aftastir eru á listanum þurft að bíða í níu ár. Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er á biðlistanum og segir að það fá blindrahund feli í sér mikið öryggi, því það sé margt sem blindir ráði ekki við. „Stafurinn er frábær. Ég byrjaði að labba með blindrastaf þegar ég var sex ára gamall og hann hefur virkilega reynst mér vel. Ég fer ekki út úr húsi án þess að hafa hann með mér,“ segir Már. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 nefndi Már nokkra hluti sem gætu skaðað hann og þar sem stafurinn hjálpar ekki. Þar á meðal voru rafmagnsbílar og hlutir í höfuðhæð. Blindrahundar hjálpa þar til og vara fólk við. „Leiðsöguhundur er í rauninni eins og skuggi manns. Þegar búið er að þjálfa mann og hund rétt þá fylgir hundurinn manni eftir hvert sem maður fer. Hvort sem maður sé í sundi, fer til útlanda, í vinnuna eða hvað sem blindur notandi kýs að gera,“ segir Már. Hann segir ósanngjarnt að blindir þurfi að bíða eins lengi og raunin er og að blindir séu óánægðir með að ríkið komi ekki þar að. „Ég veit að ríkið gaf hálfan hund í fyrra en annars er það bara Blindrafélagið sem hefur þurft að safna fyrir þessu,“ segir Már. Hann segist einnig vita til þess að Lyonsfélög hafi komið að fjáröflun í tengslum við blindrahunda. Már segir fullþjálfaðan hund kosta fjórar til sex milljónir króna. „Við erum átján að bíða og það er mjög óþægilegt að vita ekki til þess hvort maður sé að fara úthlutað í ár, á næsta ári, eftir tvö ár eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þurfi að taka til virkilegrar endurskoðunar.“ Þegar e g var 6 a ra var me r kynnt fyrir hvi tastafnum og notkun hans. Að nota svona prik er ekki bara að ganga um og...Posted by Már Gunnarsson on Tuesday, 9 February 2021
Dýr Félagsmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira