Bein útsending: 112 dagurinn Tinni Sveinsson skrifar 11. febrúar 2021 11:00 Í ár leggur 112 áherslu á ofbeldi gegn börnum og kynnir gátt á 112.is þar sem börn og fullorðnir geta átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. 112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að öryggi og velferð barna og ungmenna, enda fjölgaði tilkynningum til barnaverndarnefnda gríðarlega á síðasta ári. Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra. Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira
Dagurinn markar upphaf vitundarvakningar á vegum 112 um ofbeldi gegn börnum í tengslum við nýja gátt á 112.is um ofbeldi í nánum samböndum. Þar geta börn og fullorðnir meðal annars átt netspjall við neyðarverði um einstök mál. Í tilefni dagsins efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til athafnar sem hefst klukkan 12 og hægt er að horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Dagskráin hefst á því að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp. Þá verða verðlaun í Eldvarnagetrauninni 2020 afhent og loks Skyndihjálparmaður Rauða krossins 2020 útnefndur. Tilkynningum vegna ofbeldis fjölgar Skilaboð 112 og samstarfsaðila 112-dagsins til almennings í tilefni dagsins eru: Að allir viti hvað telst ofbeldi gegn börnum. Að fólk þekki úrræðin sem eru í boði og hiki ekki við að láta vita í 112 ef grunur leikur á að barn sé vanrækt eða beitt ofbeldi. Tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 15,6 prósent milli áranna 2019 og 2020. Þetta er meiri fjölgun á milli ára en sést hefur undanfarin ár, en á tímabilinu 2015-2019 fjölgaði tilkynningum um 7,3 prósent að meðaltali á milli ára. Hlutfallslega hefur fjölgunin verið mest vegna ofbeldis, en tilkynningum vegna ofbeldis fjölgaði um rúm 25 prósent 2019-2020. Mest hefur aukningin verið vegna líkamlegs ofbeldis annars vegar og tilfinningalegs ofbeldis hins vegar og nemur sú aukning 25-30 prósent á landsvísu. Mikilvægi almennings í barnavernd kom berlega í ljós árið 2020, þegar viðvera í skólum var minni, íþróttastarfsemi í lágmarki og heimaveran meiri. Árið 2020 fjölgaði tilkynningum frá ættingjum um 44 prósent og frá nágrönnum fjölgaði þeim um 35 prósent frá því sem var árið 2019. Tilkynningar til barnanúmersins 112 voru alls 1.200 talsins í fyrra.
Slökkvilið Lögreglan Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Sjá meira