„Liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 10:31 Farið var yfir magnaðan 25 stiga sigur Hattar á Þór Akureyri í Dominos Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið. Höttur vann leikinn 95-70 og eru á góðu skriði eftir tvo sigurleiki í röð, eitthvað sem hefur aldrei gerst í úrvalsdeildinni áður. „Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Viðar Örn [Hafsteinsson, þjálfari Hattar] er með gott lið í höndunum og liðið er að skrifa sig í sögubækurnar fyrir austan, svona verður þetta til. Stærsti sigur Hattar í sögunni,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson er farið var í skilti sem sýndi að aldrei hefur Höttur unnið neinn leik með jafn miklum mun og þeir gerðu gegn Þór Akureyri á dögunum. Liðið vann ÍR með 23 stigum árið 2016 en gerði gott betur gegn Þór Ak. og vann með 25 stiga mun. „Ánægjulegt að sjá Viðar búinn að ná svona góðum takti,“ bætti Kjartan við áður en umræðan færðist að Michael A. Mallory II. „Man bara þegar ég sá hann á móti KR, þeir voru við það að vinna þann leik. Hann breytir þessu liði frá fyrsta degi all svakalega. Hafa verið óheppnir að klára ekki suma leiki en nú eru þeir búnir að klára tvo leiki þannig það verður fróðlegt að sjá næstu skref hjá þeim. Hvort þeir stigi næstu skref upp sem lið eða hvort þetta fari í „status quo“ og við fáum Viðar aftur brjálaðan,“ sagði Hermann Hauksson um Mallory. „Hafa þeir oft unnið tvo leiki í röð?“ spurði Teitur Örlygsson og fékk svar frá bæði Hermanni og Kjartani Atla: „Aldrei.“ „Kúl,“ svaraði Teitur sem leiddi til mikils hláturs hjá bæði Kjartani Atla og Hermanni. Nú er bara að bíða og sjá hvort gott gengi Hattar haldi áfram og þeir slái enn eitt metið í næsta leik. Þeir mæta Þór Þorlákshöfn, öðru sjóðandi heitu liði, á morgun, sunnudaginn 7. febrúar. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Höttur Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Múlaþing Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15 Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. 4. febrúar 2021 20:15
Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. 4. febrúar 2021 21:21