Alvarlegar athugasemdir gerðar við meðferð Seltjarnarnesbæjar á máli stúlkunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:14 Margrét Lillý sagði frá átakanlegri barnæsku sinni í þættinum Kompás fyrir rúmu ári síðan. Þar segir hún Seltjarnarnesbæ hafa brugðist sér. vísir/vilhelm Barnaverndarstofa telur verulega annmarka hafa verið á meðferð barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi á máli stúlku, sem segist hafa búið við ofbeldi og vanrækslu á heimili í bænum um árabil. Lögmaður stúlkunnar telur yfirvöld hafa brotið gegn henni með alvarlegum hætti. Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar. Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fjallað var um mál stúlkunnar í fréttaskýringaþættinum Kompási í nóvember 2019. Hún sagði þar frá því að hún hefði alist upp ein hjá móður sinni á Seltjarnarnesi og búið við verulega vanrækslu og ofbeldi alla ævi. Hún kvað barnaverndarnefnd Seltjarnarness, sem hefði fengið þónokkrar ábendingar um aðstæður hennar, brugðist. Kompásþáttinn í heild má nálgast hér fyrir neðan og hér má lesa ítarlega umfjöllun Kompáss um mál stúlkunnar. Kvartað var vegna málsins til Barnaverndarstofu, sem komist hefur að þeirri niðurstöðu að meðferð málsins hjá barnaverndaryfirvöldum á Seltjarnarnesi hafi ekki verið í samræmi við lög. Ekki boðlegar aðstæður Sævar Þór Jónsson lögmaður stúlkunnar bendir á að alvarlegar athugasemdir séu til dæmis gerðar við að ekki hafi verið haft samráð við föður stúlkunnar, sem og að hún hafi verið vistuð hjá ættingjum sínum. Barnaverndarstofa vekur athygli á því í úrskurði sínum að alls óvíst væri hvort heimilið sem stúlkan var vistuð á hefði verið samþykkt sem vistunarstaður vegna áfengisvanda ættingja hennar. Sævar Þór Jónsson, lögmaður.Vísir/vilhelm „Og það eru gerðar alvarlegar athugasemdir við að það hafi ekki verið fullnægjandi, hún hafi verið í aðstæðum sem hafi ekki verið boðlegar. Það er auðvitað brotið á rétti barnsins í því tilviki því það skiptir máli í svona málum að börn séu vistuð í öruggu umhverfi, sem ég tel að hafi ekki verið,“ segir Sævar Þór í samtali fréttastofu. „Faðir stúlkunnar hefur haft athugasemdir við það í mörg ár að hann hafi ekki verið upplýstur um stöðu stúlkunnar. Og þarna eru gerðar athugasemdir við það að það hafi ekki verið haft samráð við hann um úrræði.“ Með ólíkindum að svona viðgangist Sævar telur ljóst að alvarlegar brotalamir hafi orðið á meðferð málsins. „Það er með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist í nútímanum að það sé ekki betur unnið úr málum en gert var og það er búið að brjóta á réttindum umbjóðanda míns í þessu máli með alvarlegum hætti.“ Nú verði rætt við Seltjarnarnesbæ. „Um bæði úrbætur, viðurkenningu á því að það hafi verið gerð alvarleg mistök, og að þau bæti þá umbjóðanda mínum það upp með þeim hætti sem talið er eðlilegt,“ segir Sævar.
Barnavernd Réttindi barna Seltjarnarnes Kompás Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira