„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:00 Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog. vísir/Egill Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“ Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“
Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira