Teitur: Það er ekkert „panikk“ á Hlíðarenda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 13:30 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson sjást hér ræða um Valsliðið. S2 Sport Það er Íslandsmeistarapressa á Valsliðinu þó að byrjunin sýni ekki og sanni að þar sé á ferðinni lið sem er líklegt til að berjast um stóra titilinn í vetur. Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans í Domino´s Körfuboltakvöldi ræddu ýmis mál í Framlengingunni í síðasta þætti þar sem farið var yfir sjöundu umferð Domino´s deildar karla. Sérfræðingar þáttarins að þessu sinni voru þeir Teitur Örlygsson og Sævar Sævarsson. Í framlengingunni í lok þáttarins henti Kjartan Atli fram nokkrum góðum spurningum. Ein af þeim var um meistaravonir Valsmanna sem réðu fimmfaldan Íslandsmeistaraþjálfara Finn Frey Stefánsson fyrir tímabilið og fengu líka til sín stórstjörnunnar Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Axox frá Íslandsmeisturum KR. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framlengingin 1. febrúar 2021 Teitur Örlygsson segir enga ástæðu til að örvænta á Hlíðarenda þrátt fyrir að Valsliðið hafi tapað fjórum af fyrstu sjö leikjum sínum þar á meðal á móti Þór á Akureyri í síðasta leik sínum. „Ég held að það sé ekkert panikk. Það er alltof snemmt til að fara að panikka eitthvað núna,“ sagði Teitur Örlygsson en Kjartan Atli skaut þá inn í: „En ætlast Valsmenn til þess að þeir verði Íslandsmeistarar,“ spurði Kjartan. „Ég held að þeir vilji gera tilkall til þess og ég hvort sem þeir vinna titilinn eða ekki þá vilja þeir komast í úrslitarimmuna sjálfa. Þeir hafa verið að tjalda ýmislegu til þarna og þeir eru ekkert hættir,“ sagði Teitur. „Það hlýtur að vera krafa því þeir væru annars ekki að fá Acox, Pavel, Jón Arnór og alla þessa kappa. Þetta eru KR-ingar sem eru vanir því að vinna titilinn. Þeir eru ekki að fara úr liði sem er búið að vinna sex titla í röð í að hafa það eitthvað náðugt í blokkaríbúðum í Hlíðunum,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þeir vilja loksins fá pening fyrir að vinna titil en ekki bara í formi gullpenings heldur líka smá seðla,“ sagði Sævar. Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara? Það má finna alla framlenginguna í myndbandinu hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Umræðuefni framlengingarinnar að þessu sinni voru eftirtalin: Aftur: Haukar á fallsvæðinu Er ÍR-liðið ólíkt sjálfu sér? Er krafan titill á Hlíðarenda? ... en í Vesturbænum? Hvort hefur álagið meiri áhrif á leikmenn eða dómara?
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira