„Arnar var sá fyrsti sem ég hringdi í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2021 11:54 Tómas Þórður Hilmarsson hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari með Stjörnunni. vísir/daníel Körfuboltamaðurinn Tómas Þórður Hilmarsson er kominn heim eftir dvöl á Spáni. Líklegast er að hann gangi í raðir síns gamla liðs, Stjörnunnar. Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89. Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Tómas gekk í raðir Aquimisa Carbajosa í spænsku C-deildinni í sumar en stoppið þar var styttra en áætlað var. Hann ákvað að yfirgefa félagið eftir að ljóst var að hann myndi fá færri mínútur eftir komu nýs leikmanns. „Enginn frá félaginu talaði við mig. Umboðsmaðurinn kom bara á leik hjá mér og sagði að þeir væru að fá annan leikmann. Mér bauðst að vera áfram en í talsvert minna hlutverki,“ sagði Tómas við Vísi í dag. Hann er kominn til Íslands og er byrjaður í sóttkví. „Við umboðsmaðurinn vorum sammála um að það besta í stöðunni væri að koma okkur eitthvert annað, heim eða annað á Spáni, og við ákváðum um að ég færi heim.“ Tómas er uppalinn hjá Stjörnunni og hefur leikið með liðinu allan sinn feril hér á landi. Hann segir langlíklegast að hann fari aftur til Stjörnunnar. „En ég er ekki búinn að skrifa undir en ég reikna með að fara þangað,“ sagði Tómas. „Arnar [Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar] var sá fyrsti sem ég hringdi í eftir að ég fékk þessar fréttir. Ég fékk að vita að hurðin væri alltaf opin þar.“ Ljóst er að sterkt lið Stjörnunnar verður enn sterkara ef Tómas gengur til liðs við það. Á síðasta tímabili var hann með 8,8 stig og 8,2 fráköst að meðaltali í leik. Stjarnan varð þá deildar- og bikarmeistari annað árið í röð. Hann segist hafa notið þess að spila sem atvinnumaður þótt dvölin á Spáni hafi verið endasleppt. „Þetta var mjög gaman og það var alls ekki planið að vera að koma heim. Ég fílaði þetta en á sama tíma er erfitt að búa meira og minna í svona útgöngubanni,“ sagði Tómas að lokum. Stjarnan tapaði fyrir Grindavík í Domino's deildinni í gær, 93-89.
Dominos-deild karla Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54