Ævintýralegar lokasekúndur og botnliðið vann meistarakandídatana Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2021 07:30 Russell Westbrook fagnar eftir að hafa skorað sigurkörfu Washington Wizards. Joe Harris virðist reyndar ekki ýkja reiður en hann gerði afar slæm mistök rétt áður. Getty/Will Newton Brooklyn Nets setja stefnuna á NBA-meistaratitilinn eftir komu James Harden á dögunum en urðu að sætta sig við tap í nótt gegn liðinu með versta árangurinn á leiktíðinni, Washington Wizards. Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Russell Westbrook sýndi hvers hann er megnugur í nótt og þeir Bradley Beal tryggðu Wizards magnaðan sigur, 149-146, eftir að liðið hafði verið fimm stigum undir, 146-141, þegar innan við tíu sekúndur voru eftir. Down 5 with under seconds left.Deep , defensive hustle.ANOTHER to complete the comeback....on back-to-back nights.Where Else? #OnlyHere The CRAZY final sequences from the @WashWizards and the @trailblazers over the past 2 nights! pic.twitter.com/gt4vvYkbYb— NBA (@NBA) February 1, 2021 Beal setti niður þrist þegar 8,1 sekúndur voru eftir og Garrison Matthews komst svo inn í innkastssendingu Joe Harris. Boltinn barst til Westbrook sem setti niður þrist og kom Wizards yfir. Hreint ótrúlegar lokasekúndur. Westbrook og Beal með 78 stig Westbrook skoraði 41 stig, tók 10 fráköst og gaf átta stoðsendingar, og Beal skoraði 37 stig. Í síðasta leikhlutanum skoraði Beal 22 stig og Westbrook 15. Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir gestina frá Brooklyn en Harden missti af leiknum vegna meiðsla í læri. Wizards eru eftir sem áður neðstir í austurdeildinni með aðeins fjóra sigra en 12 töp. Nets eru með 13 sigra en níu töp í 2. sæti. Af öðrum úrslitum í nótt má nefna að Nikola Jokic skoraði heil 47 stig, jafnaði þar með stigamet sitt, í 128-117 sigri Denver Nuggets á Utah Jazz. Þar með lauk 11 leikja sigurgöngu Jazz í deildinni. Úrslitin í nótt: New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
New York 115-129 LA Clippers Denver 128-117 Utah Indiana 110-119 Philadelphia Toronto 115-102 Orlando Washington 149-146 Brooklyn Minnesota 109-104 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira