Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:00 Tveimur skotum var skotið í bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Bíllinn er í vörslu lögreglu á meðan málið er til rannsóknar. Vísir/Sigurjón Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57