Ekki fyrstu ummæli Ólafs sem fari yfir öll velsæmismörk Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. janúar 2021 12:42 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að samfélagsleg umræða fari nú fram, af fullum þunga, um framgöngu gagnvart stjórnmálafólki. Vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur tekið skýra opinbera afstöðu varðandi ummæli sem Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi flokksins, lét falla í gærkvöldi. Hún hefur farið fram á að oddviti flokksins takið málið upp á fundi forsætisnefndar. Málið verði að hafa afleiðingar. Hildur segir að aukin harka sé komin í samfélagsumræðu um kjörna fulltrúa og stjórnmál. Við þetta tilefni sé þörf á að fólk líti sér nær og endurskoði talsmáta sinn. Kjörnir fulltrúar séu fólk sem eigi fjölskyldu og hafi tilfinningar eins og aðrir. Sjá nánar: Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Þetta eru sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær sérlega ógeðfelld. Ég mun fara fram á að þau hafi afleiðingar, ég hef til að byrja með farið fram á að oddvitinn taki málið upp á fundi forsætisnefndar sem fer fram í dag og svo þarf bara að skoða næstu skref en það er skýr krafa frá mér að málið þurfi að hafa afleiðingar.“ Því skal haldið til haga að Ólafur sendi borgarstjóra afsökunarbréf vegna ummælanna fyrir hádegi. Hildur kveðst hafa áhyggjur af ákveðinni óheillaþróun í samfélaginu hvað þetta varðar. „Ég hef bara miklar áhyggjur því þetta eru ekki fyrstu ógeðfelldu ummælin sem maður sér. Við þurfum svolítið að hugsa hvert við erum að fara sem samfélag í okkar lýðræðislegu umræðu til að mynda þegar kjörnir fulltrúar eru farnir að láta hafa annað eins eftir sér.“ Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin. https://t.co/aASAI58pOQ— Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) January 29, 2021 Hildur segir að henni hafi brugðið mjög við fréttirnar af skotárásinni um helgina. „Eðlilega vekur þessi árás mikinn óhug og maður hefur auðvitað bara miklar áhyggjur af þessari þróun. Maður hefur séð að það er ákveðin undiralda sem er til dæmis ríkjandi í Bandaríkjunum í kringum Trump; hvernig fólk leyfir sér að haga sér gagnvart kjörnum fulltrúum og fólki sem tekur þátt í stjórnmálaumræðu og svo koma þessi ummæli ofan á það sem eru auðvitað verulega ógeðfelld og full ástæða er til að fordæma.“ Nú þurfi að fara fram samfélagsleg umræða um þau mörk sem við viljum hafa í stjórnmálaumræðu hér á landi og grípa í taumana. Þetta hafi verið þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum með aukinni notkun samfélagsmiðla en nú sé hún komin yfir öll velsæmismörk. „Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í heilbrigðu lýðræðissamfélagi eins og við teljum okkur búa við hér á Íslandi að fólk geti tekið þátt í stjórnmálum og tekið þátt í opinberri umræðu án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt og án þess að fjölskylda þeirra þurfi að sæta árásum, ógnum eða líða eins og friðhelgi heimilisins hafi verið rofin. Þetta er eitthvað sem hefur viðgengist síðustu ár, svona ógeðfelld umræða um stjórnmálamenn og um stjórnmál en þessi ummæli voru auðvitað sérlega ógeðfelld og tilefni til að við förum að líta okkur nær og endurskoða hvernig við tölum.“ Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Hún hefur farið fram á að oddviti flokksins takið málið upp á fundi forsætisnefndar. Málið verði að hafa afleiðingar. Hildur segir að aukin harka sé komin í samfélagsumræðu um kjörna fulltrúa og stjórnmál. Við þetta tilefni sé þörf á að fólk líti sér nær og endurskoði talsmáta sinn. Kjörnir fulltrúar séu fólk sem eigi fjölskyldu og hafi tilfinningar eins og aðrir. Sjá nánar: Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Þetta eru sannarlega ekki fyrstu ummælin sem fara langt yfir velsæmismörk sem koma frá þessum varaborgarfulltrúa en mér þykja ummælin sem hann birti í gær sérlega ógeðfelld. Ég mun fara fram á að þau hafi afleiðingar, ég hef til að byrja með farið fram á að oddvitinn taki málið upp á fundi forsætisnefndar sem fer fram í dag og svo þarf bara að skoða næstu skref en það er skýr krafa frá mér að málið þurfi að hafa afleiðingar.“ Því skal haldið til haga að Ólafur sendi borgarstjóra afsökunarbréf vegna ummælanna fyrir hádegi. Hildur kveðst hafa áhyggjur af ákveðinni óheillaþróun í samfélaginu hvað þetta varðar. „Ég hef bara miklar áhyggjur því þetta eru ekki fyrstu ógeðfelldu ummælin sem maður sér. Við þurfum svolítið að hugsa hvert við erum að fara sem samfélag í okkar lýðræðislegu umræðu til að mynda þegar kjörnir fulltrúar eru farnir að láta hafa annað eins eftir sér.“ Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið, þá fordæmi ég þessi dapurlegu ummæli Ólafs. Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að fólk geti tekið þátt í pólitískri umræðu án þess að öryggi þess sé ógnað eða friðhelgi heimilis og fjölskyldu rofin. https://t.co/aASAI58pOQ— Hildur Björnsdóttir (@hildurbjoss) January 29, 2021 Hildur segir að henni hafi brugðið mjög við fréttirnar af skotárásinni um helgina. „Eðlilega vekur þessi árás mikinn óhug og maður hefur auðvitað bara miklar áhyggjur af þessari þróun. Maður hefur séð að það er ákveðin undiralda sem er til dæmis ríkjandi í Bandaríkjunum í kringum Trump; hvernig fólk leyfir sér að haga sér gagnvart kjörnum fulltrúum og fólki sem tekur þátt í stjórnmálaumræðu og svo koma þessi ummæli ofan á það sem eru auðvitað verulega ógeðfelld og full ástæða er til að fordæma.“ Nú þurfi að fara fram samfélagsleg umræða um þau mörk sem við viljum hafa í stjórnmálaumræðu hér á landi og grípa í taumana. Þetta hafi verið þróun sem hafi átt sér stað á síðustu árum með aukinni notkun samfélagsmiðla en nú sé hún komin yfir öll velsæmismörk. „Það hlýtur að vera algjört grundvallaratriði í heilbrigðu lýðræðissamfélagi eins og við teljum okkur búa við hér á Íslandi að fólk geti tekið þátt í stjórnmálum og tekið þátt í opinberri umræðu án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt og án þess að fjölskylda þeirra þurfi að sæta árásum, ógnum eða líða eins og friðhelgi heimilisins hafi verið rofin. Þetta er eitthvað sem hefur viðgengist síðustu ár, svona ógeðfelld umræða um stjórnmálamenn og um stjórnmál en þessi ummæli voru auðvitað sérlega ógeðfelld og tilefni til að við förum að líta okkur nær og endurskoða hvernig við tölum.“
Reykjavík Borgarstjórn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir „Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33 Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Orðræðan er mjög harkaleg og oft hatursfull“ „Ég fordæmi þessa árás og finnst hún alvarleg, því þarna er verið að beita skotvopnum fyrir utan heimili stjórnmálamanns. Ég lít þetta alvarlegum augum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um skotárás á bíl borgarstjóra um liðna helgi sem lögregla hefur til skoðunar. 29. janúar 2021 12:33
Ummæli varaborgarfulltrúa um borgarstjóra vekja hörð viðbrögð „Byrjaðu á sjálfum þér... Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokalaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“ 29. janúar 2021 10:55