Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 12:00 Stephan Ernst í dómsal í gær. Getty/Kai Pfaffenbach Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands. Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands.
Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28