Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:46 Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Karólínu segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. AP Photo/Jim Mone Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29