Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 20:46 Heilbrigðisyfirvöld í Suður-Karólínu segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. AP Photo/Jim Mone Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld segjast áhyggjufull yfir afbrigðinu en það er talið meira smitandi og óvíst er hvort bóluefni verki á það. Enn greinast þúsundir í Bandaríkjunum dag hvern og um þrjú þúsund látast dag hvern vegna veirunnar. Einstaklingarnir tveir sem greindust smitaðir af veirunni eru báðir fullorðnir og búa þeir á sínum hvorum staðnum í ríkinu. Þá virðast aðilarnir ekki tengjast á neinn hátt. Hvorugur hefur ferðast nýlega samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Suður-Karólínu. Brannon Taxler, starfandi heilbrigðismálastjóri ríkisins, sagði í dag að greining afbrigðisins sýni að baráttunni við veiruna sé langt í frá lokið. „Þrátt fyrir að nothæfum bóluefnum gegn veirunni fari fjölgandi eru skammtarnir enn takmarkaðir. Hvert eitt og einasta okkar þarf að taka þátt í baráttunni og átta sig á því að við erum nú í eldlínunni. Við erum öll saman í þessu,“ sagði hann í yfirlýsingu í dag. Stökkbreyting á veirum er vel þekkt fyrirbæri og þónokkur afbrigði Sars-Covid-19 veirunnar ganga nú berserksgang um heim allan. Vísindamenn hafa hins vegar mestar áhyggjur af þremur af þessum afbrigðum en þau eru talin meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Um er að ræða það suðurafríska, afbrigði sem greindist fyrst í Brasilíu og svo breska afbrigðið. Það brasilíska og breska hafa bæði tvö þegar greinst í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það að faraldurinn sé ekki í rénun í Bandaríkjunum hefur hávær hópur kallað svo mánuðum skiptir eftir því að sóttvarnaaðgerðum verði aflétt. Einhverjir telja aðgerðirnar traðka á mannréttindum þeirra og ýmsir þingmenn í ríkisþingum nokkurra ríkja Bandaríkjanna hafa lagt fram frumvörp þess efnis að ekki sé hægt að skylda fólk til að bera grímur fyrir vitum svo að dæmi sé nefnt. Þingmenn ríkja, til dæmis í Arizona, Michigan, Ohio, Maryland, Kentucky og Indiana, hafa lagt fram frumvörp sem takmarka völd ríkisstjóra til þess að boða til neyðaraðgerða. Ríkisþing Wisconsin mun greiða atkvæði um frumvarp um afléttingu grímuskyldu á næstu dögum. Þá stendur til hjá þingmönnum í Pennsylvaníu að beita stjórnarskrárgreinum til þess að fjarlægja ýmis neyðarúrræði ríkisstjórans úr hans höndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54 Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45
Ný afbrigði og bólusetningar: Full ástæða til að fara varlega Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ekki þurfi nema smá óheppni til að smit berist inn í landið. Þess vegna, segir hann, er nauðsynlegt að viðhafa áfram öflugt eftirlit á landamærunum og huga að persónubundnum sóttvörnum. 25. janúar 2021 23:54
Landlæknir fór yfir nýju afbrigðin sem gera mörgum þjóðum erfitt fyrir Alma Möller, landlæknir, fór á upplýsingafundi dagsins yfir nýja skýrslu Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar um þrjú ný afbrigði kórónuveirunnar sem hafa valdið miklum usla í fjölda landa. Skýrslan kom út fyrir helgi. 25. janúar 2021 12:29