„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:37 Fanney spilar fyrir Breiðablik og sést hér í leik í vetur í grænum búningi liðsins. Vísir/Vilhelm Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir greindi frá því í dag að dómari á vegum Körfuknattleikssambands Íslands muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er dómarinn Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins. Þá herma heimildir fréttastofu að skilaboðin hafi verið kynferðislegs eðlis. Í kjölfar fréttar Vísis birti Fanney skjáskot af skilaboðum sem hún segist hafa fengið frá þjálfara í úrvalsdeild kvenna í körfubolta árið 2012, þegar hún var 22 ára. „Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár,“ skrifar Fanney með skjáskotinu, sem sjá má í tístinu hér fyrir neðan. 22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð frá þjálfara í deildinni. Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár. #timeisup pic.twitter.com/btCeGCPzN8— Fanney Lind Thomas (@FanneyL) January 27, 2021 Fleiri konur innan körfuboltahreyfingarinnar hafa tekið í sama streng og Fanney í dag. Körfuboltakonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem deilir tísti Fanneyjar. „Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert,“ segir Lovísa. Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert 🙃 https://t.co/XFCzWkD7SH— Lovísa (@LovisaFals) January 27, 2021 Elín Lára Reynisdóttir, körfuboltakona og þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, segir slíka hegðun ekki einskorðast við eina stétt. Dómarar, þjálfarar, stjórnendur... you name it we got it https://t.co/ZanWmDj5z8— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 27, 2021 Þá segir Helga Einarsdóttir fyrrverandi leikmaður KR að þöggun sé ekki lengur í boði. Mín ósk er sú að allar stelpur geti æft og spilað sína íþrótt án þess að lenda í kynferðislegu áreiti frá dómurum og þjálfurum. Að þær viti hvert þær geti leitað ef brotið er á þeim og séu öruggar að segja frá. Þöggun er ekki lengur í boði, það er okkar allra að sjá til þess.— Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) January 27, 2021 Óáreitt innan hreyfingarinnar Fanney segir í samtali við Vísi að hegðun sem þessi af hálfu karla í valdastöðum innan körfuboltans hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar um árabil. Það sé hennar tilfinning að mjög margar stelpur og konur í körfubolta hafi orðið fyrir slíku. „Þetta hefur bara fengið að vera svolítið óáreitt að ganga innan körfuboltahreyfingarinnar. En þegar maður var ungur, þá var ekki séns að maður hefði kjark í koma fram og hvað þá undir nafni. En ég á sjálf stelpu á fjórtánda ári sem er að fara í meistaraflokk á næstu árum og ég vil ekki sjá að hún lendi í einhverju svipuðu þannig að það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta,“ segir Fanney. Fanney ásamt yngri dóttur sinni. Segist hafa séð alla flóruna Hún kveðst þekkja fjölmörg dæmi þess að þjálfarar eða aðrir í valdastöðu innan hreyfingarinnar sendi leikmönnum óviðeigandi skilaboð eða fari yfir strikið á djamminu. „Maður hefur séð alla flóruna. Og það eru stelpur sem þora kannski ekki annað en að svara þessum skilaboðum eða segja ekki frá því þær vilja mínútur á vellinum. Þær vilja komast í landsliðið,“ segir Fanney. Þá sé það alvitað innan hreyfingarinnar hverjir það eru sem hafi hagað sér með slíkum hætti í gegnum tíðina. „En svo verð ég líka að taka það fram að það eru frábærir þjálfarar þarna inni á milli sem dettur ekki í hug að gera svona.“ Hefði aldrei stigið fram fyrir tíu árum Fanney telur að körfuboltahreyfingin eigi að taka harðar á þessum málum en gert hefur verið hingað til. „Ef þjálfarar geta sýnt svona hegðun þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir og eiga ekki að vera í svona starfi. Maður er að reyna að passa upp á börnin sín og kynslóðina næstu, hreinsa út. Flestir þessara þjálfara eru enn að starfa.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ um mál dómarans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fanney kveðst jafnframt skilja það mjög vel að leikmenn séu tregir við að segja frá óviðeigandi hegðun af hálfu þjálfara. Hún segir að dæmi séu um að leikmenn hafi verið útilokaðir frá landsliði eftir að hafa sagt frá slíku. „Ég hefði aldrei gert þetta fyrir tíu, fimmtán árum. Og að hugsa til baka. Maður hugsaði með sér; er þetta eðlilegt eða er þetta óeðlilegt? En maður eldist og sér að þetta er á mjög gráu svæði og á ekki að líðast, hvorki innan körfuboltahreyfingarinnar eða í annarri íþrótt. Ég á tvær stelpur og verð að vera fyrirmynd, sýna fordæmi,“ segir Fanney. „Og ef stelpur vilja koma fram er ég tilbúin að vera þeirra talskona, allan daginn. Ég skil vel ef þær þora ekki að koma sjálfar fram. Ég skammast mín núll fyrir að koma þessu á framfæri og þótt það verði smá titringur innan hreyfingarinnar þá verður bara að hafa það. Ég er á mínu síðasta ári, eða síðustu árum, á ferlinum, ég er ekki á leiðinni í landsliðið og ef þessi frásögn myndi stoppa það, þá er það bara allt í góðu.“ Körfubolti MeToo Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að dómari á vegum Körfuknattleikssambands Íslands muni ekki dæma aftur á vegum sambandsins eftir að hafa orðið uppvís að skilaboðum sem voru „óeðlileg“ og fóru „langt yfir strikið.“ Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er dómarinn Leifur S. Garðarsson, skólastjóri við Áslandsskóla og einn reynslumesti körfuboltadómari landsins. Þá herma heimildir fréttastofu að skilaboðin hafi verið kynferðislegs eðlis. Í kjölfar fréttar Vísis birti Fanney skjáskot af skilaboðum sem hún segist hafa fengið frá þjálfara í úrvalsdeild kvenna í körfubolta árið 2012, þegar hún var 22 ára. „Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár,“ skrifar Fanney með skjáskotinu, sem sjá má í tístinu hér fyrir neðan. 22 ára gömul fékk ég þessi skilaboð frá þjálfara í deildinni. Mjög svo óviðeigandi frá rígfullorðnum giftum manni. Slík hegðun fjölmargra þjálfara sem ég veit um gagnvart ungum stúlkum í deildinni hefur liðist í öll þessi ár. #timeisup pic.twitter.com/btCeGCPzN8— Fanney Lind Thomas (@FanneyL) January 27, 2021 Fleiri konur innan körfuboltahreyfingarinnar hafa tekið í sama streng og Fanney í dag. Körfuboltakonan Lovísa Falsdóttir er ein þeirra sem deilir tísti Fanneyjar. „Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert,“ segir Lovísa. Ahhhh hvar á maður að byrja. Svo mikið dirt þarna úti. Alltaf gaman að fá skilaboð frá einhverjum sem maður er málkunnugur, haldandi að það sé eitthvað erindi. Neinei, bara pervert 🙃 https://t.co/XFCzWkD7SH— Lovísa (@LovisaFals) January 27, 2021 Elín Lára Reynisdóttir, körfuboltakona og þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, segir slíka hegðun ekki einskorðast við eina stétt. Dómarar, þjálfarar, stjórnendur... you name it we got it https://t.co/ZanWmDj5z8— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) January 27, 2021 Þá segir Helga Einarsdóttir fyrrverandi leikmaður KR að þöggun sé ekki lengur í boði. Mín ósk er sú að allar stelpur geti æft og spilað sína íþrótt án þess að lenda í kynferðislegu áreiti frá dómurum og þjálfurum. Að þær viti hvert þær geti leitað ef brotið er á þeim og séu öruggar að segja frá. Þöggun er ekki lengur í boði, það er okkar allra að sjá til þess.— Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) January 27, 2021 Óáreitt innan hreyfingarinnar Fanney segir í samtali við Vísi að hegðun sem þessi af hálfu karla í valdastöðum innan körfuboltans hafi fengið að viðgangast innan hreyfingarinnar um árabil. Það sé hennar tilfinning að mjög margar stelpur og konur í körfubolta hafi orðið fyrir slíku. „Þetta hefur bara fengið að vera svolítið óáreitt að ganga innan körfuboltahreyfingarinnar. En þegar maður var ungur, þá var ekki séns að maður hefði kjark í koma fram og hvað þá undir nafni. En ég á sjálf stelpu á fjórtánda ári sem er að fara í meistaraflokk á næstu árum og ég vil ekki sjá að hún lendi í einhverju svipuðu þannig að það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta,“ segir Fanney. Fanney ásamt yngri dóttur sinni. Segist hafa séð alla flóruna Hún kveðst þekkja fjölmörg dæmi þess að þjálfarar eða aðrir í valdastöðu innan hreyfingarinnar sendi leikmönnum óviðeigandi skilaboð eða fari yfir strikið á djamminu. „Maður hefur séð alla flóruna. Og það eru stelpur sem þora kannski ekki annað en að svara þessum skilaboðum eða segja ekki frá því þær vilja mínútur á vellinum. Þær vilja komast í landsliðið,“ segir Fanney. Þá sé það alvitað innan hreyfingarinnar hverjir það eru sem hafi hagað sér með slíkum hætti í gegnum tíðina. „En svo verð ég líka að taka það fram að það eru frábærir þjálfarar þarna inni á milli sem dettur ekki í hug að gera svona.“ Hefði aldrei stigið fram fyrir tíu árum Fanney telur að körfuboltahreyfingin eigi að taka harðar á þessum málum en gert hefur verið hingað til. „Ef þjálfarar geta sýnt svona hegðun þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir og eiga ekki að vera í svona starfi. Maður er að reyna að passa upp á börnin sín og kynslóðina næstu, hreinsa út. Flestir þessara þjálfara eru enn að starfa.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við Hannes Sigurbjörn Jónsson formann KKÍ um mál dómarans í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fanney kveðst jafnframt skilja það mjög vel að leikmenn séu tregir við að segja frá óviðeigandi hegðun af hálfu þjálfara. Hún segir að dæmi séu um að leikmenn hafi verið útilokaðir frá landsliði eftir að hafa sagt frá slíku. „Ég hefði aldrei gert þetta fyrir tíu, fimmtán árum. Og að hugsa til baka. Maður hugsaði með sér; er þetta eðlilegt eða er þetta óeðlilegt? En maður eldist og sér að þetta er á mjög gráu svæði og á ekki að líðast, hvorki innan körfuboltahreyfingarinnar eða í annarri íþrótt. Ég á tvær stelpur og verð að vera fyrirmynd, sýna fordæmi,“ segir Fanney. „Og ef stelpur vilja koma fram er ég tilbúin að vera þeirra talskona, allan daginn. Ég skil vel ef þær þora ekki að koma sjálfar fram. Ég skammast mín núll fyrir að koma þessu á framfæri og þótt það verði smá titringur innan hreyfingarinnar þá verður bara að hafa það. Ég er á mínu síðasta ári, eða síðustu árum, á ferlinum, ég er ekki á leiðinni í landsliðið og ef þessi frásögn myndi stoppa það, þá er það bara allt í góðu.“
Körfubolti MeToo Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira