Segir samsæriskenningar um sig vera klikkaðar og illar Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2021 10:16 Bill Gates er ekki sáttur við þann aragrúa samsæriskenninga sem hafa verið myndaðar í tengslum við hann en vill skilja hvernig slíkt gerist. Getty/Hou Yu Auðjöfurinn Bill Gates segir magn „klikkaðra“ og „illra“ samsæriskenninga um hann hafa komið sér á óvart. Hann vonast til þess að kenningarnar, sem snúa margar að faraldri nýju kórónuveirunnar og bóluefnum, hverfi á endanum. Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira
Gates segist þó vilja skoða þessar samsæriskenningar og það hvernig þær urðu til. Í viðtali við Reuters segir Gates að samsæriskenningar um hann og sóttvarnasérfræðinga eins og Anthony Fauci sé líklega til komnar vegna ótta fólks við faraldurinn og vegna samfélagsmiðla. „Enginn hefði getað spáð fyrir að ég og Dr. Fauci myndum verða svo fyrirferðamiklir í þessum virkilega illu kenningum,“ sagði Gates. Hann steig til hliðar sem formaður stjórnar Microsoft árið 2014 og hefur verið miklu af auði sínum til góðgerðamála. Gates hefur til að mynda varið minnst 1,75 milljarði dala í viðbrögð við faraldrinum á heimsvísu. Þar á meðal í þróun bóluefna og annarra meðferða. Frá and-bóluefnamótmælum í London í vetur. Takið eftir myndinni af Bill Gates á sprautunni.Getty/Ray Tang Mikið af samsæriskenningum um hann snúa að nýju kórónuveirunni. Til að mynda að Gates og Fauci hafi í raun þróað veiruna með því markmiðið að stjórna fólki, þeir séu að græða á faraldrinum og að þeir vilji nota bóluefni til að koma örflögum í fólk. Þó Gates segi þetta ógeðfelldar samsæriskenningar, er hann forvitinn um þær og vill komast að því hvort fólk trúi þessu í alvörunni. Hann vill sömuleiðis skoða hvernig samsæriskenningar breyta hegðun fólks og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir myndun þeirra. Þá fékk Gates fyrsta skammt bóluefnis í síðustu viku. Hann deildi mynd af því á Twitter en samsæriskenningar mynduðust fljótt í tengslum við þá mynd. Gates leyfir fólki ekki að setja athugasemdir við færslur sínar en aðrir geta deilt þeim og samsæringar gera mikið af því. Meðal annars voru einhverjir netverjar sannfærðir um að myndin væri ekki af Bill Gates í alvörunni. One of the benefits of being 65 is that I m eligible for the COVID-19 vaccine. I got my first dose this week, and I feel great. Thank you to all of the scientists, trial participants, regulators, and frontline healthcare workers who got us to this point. pic.twitter.com/67SIfrG1Yd— Bill Gates (@BillGates) January 22, 2021 Aragrúi samsæriskenninga um Gates leiddi til sérstakrar umfjöllunar hjá BBC í fyrra. Þar var fjallað um það af hverju hann væri svo vinsæll skotspónn samsæringa. Var það sett sérstaklega í samhengi við það að árið 2015 hélt Gates ræðu þar sem hann varaði við því að ef eitthvað myndi drepa yfir tíu milljónir manna á næstu áratugum, væri það ekki stríð, heldur veirufaraldur. Samsæringar segja þessa ræðu sanna að einn af heimsins ríkustu mönnum hafi skipulagt að nota faraldur til að ná frekari tökum á heiminum. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja ekki flókið af hverju Gates hafi orðið fyrir þessari holskeflu samsæriskenninga. Hann hafi lengi beitt sér í málefnum heilbrigðiskerfa, sé frægur og mjög ríkur. „Samsæriskenningar snúast um að saka valdamikið fólk um að gera hræðilega hluti. Kenningarnar eru í grunninn alltaf þær sömu, nöfnin breytast bara,“ sagði einn sérfræðingur. „Fyrir Bill Gates, var það George Soros og Koch bræðurnir og Rothchild og Rockefeller ættirnar.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Fleiri fréttir Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Sjá meira