Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 10:34 Fundur ríkisstjórnar stendur yfir í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 39.200 frá fyrri ráðgjöf að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Ráðherra gerði á fundinum í morgun einnig grein fyrir því að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, fór af stað til mælinga síðastliðinn sunnudag. Í dag fara þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga. Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar tilbúin að koma að verkefninu ef þörf verður á. Hér má fylgjast með loðnuleitinni í rauntíma, þ.e. staðsetningu og siglingaleiðum skipa Hafró. Veðurspá næstu daga auk spár um dreifingu hafíss úti fyrir Vestfjörðum gefur vonir um að það takist að fara yfir rannsóknasvæðið og að mæla stofninn að nýju á næstu dögum. Verður áhersla lögð á svæðið úti fyrir norðanverðum Austfjörðum, fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en ekki hefur tekist að kanna þau svæði síðustu vikur sökum óveðurs og hafíss úti fyrir Vestfjörðum. „Það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að afstýra að loðnubrestur myndi raungerast þriðja árið í röð. Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 39.200 frá fyrri ráðgjöf að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Ráðherra gerði á fundinum í morgun einnig grein fyrir því að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, fór af stað til mælinga síðastliðinn sunnudag. Í dag fara þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga. Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar tilbúin að koma að verkefninu ef þörf verður á. Hér má fylgjast með loðnuleitinni í rauntíma, þ.e. staðsetningu og siglingaleiðum skipa Hafró. Veðurspá næstu daga auk spár um dreifingu hafíss úti fyrir Vestfjörðum gefur vonir um að það takist að fara yfir rannsóknasvæðið og að mæla stofninn að nýju á næstu dögum. Verður áhersla lögð á svæðið úti fyrir norðanverðum Austfjörðum, fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en ekki hefur tekist að kanna þau svæði síðustu vikur sökum óveðurs og hafíss úti fyrir Vestfjörðum. „Það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að afstýra að loðnubrestur myndi raungerast þriðja árið í röð. Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22
Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02