Borce bað stuðningsmenn ÍR afsökunar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2021 22:30 Borche Ilievski var svekktur í kvöld. vísir/bára „Þetta eru augljóslega mikil vonbrigði, ég gat ekki ímyndað mér þetta í minni verstu martröð,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR eftir tapið slæma gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Við áttum ekkert betra skilið, við vorum þreyttir og hægir og nálgunin okkar á leikinn var slæm. Við leyfðum Þorlákshöfn að spila sinn leik, þeir voru að skora úr sínum þriggja stiga skotum og spiluðu sem lið á meðan að við vorum að reyna mjög erfið skot sem bjuggu til hraðaupphlaup fyrir þá. Við gerðum leikinn mjög auðveldan fyrir Þorlákshöfn með okkar slæma leik. Til hamingju Þorlákshöfn, mjög sterkur sigur en þetta þarf að vera lexía fyrir mína stráka.“ Borche talaði um spennandi leik fyrir leik og það leit þannig út í fyrsta leikhluta. „Ég bjóst við að við myndum gefa eftir 1.leikhluta, þá væri upphitun búin og við getum keyrt á þá, en við vorum týndir í 2.leikhluta og hlutirnir gengu svo líka illa í byrjun 3.leikhluta en við reyndum að peppa okkur áfram en ekkert gekk. Strákarnir voru að klikka á opnum skotum, ekki bara í kvöld, heldur líka í seinasta leik á Akureyri og við höfum ekki efni á því.“ Borche talaði svo líka um leikjaálagið í deildinni. „Ég held að það sé þreyta í mönnum, en það er eins hjá öllum liðum. Ég hef alltaf sagt að ef að við erum að tapa leikjum, þá þurfum við að tapa með sæmd, en ekki svona. Eftir svona leik er ég að búast við einhverskonar viðbrögðum frá strákunum í næsta leik. Við þurfum að ræða þennan leik, horfa á hann saman og skoða hvað þarf að bæta, þetta var ekki gott og ég bið stuðningsmenn ÍR afsökunar, það er ekki gott að vera stuðningsmaður ÍR í kvöld.“ Borche ræddi svo stuttlega um næsta leik gegn Haukum. „Strákarnir verða að vera hungraðir eftir svona frammistöðu, ég þekki enga aðra formúlu að velgengni. Við verðum að mæta í Seljaskóla og leggja okkur alla fram og gott hugarfar og vinna þann leik.“ Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
„Við áttum ekkert betra skilið, við vorum þreyttir og hægir og nálgunin okkar á leikinn var slæm. Við leyfðum Þorlákshöfn að spila sinn leik, þeir voru að skora úr sínum þriggja stiga skotum og spiluðu sem lið á meðan að við vorum að reyna mjög erfið skot sem bjuggu til hraðaupphlaup fyrir þá. Við gerðum leikinn mjög auðveldan fyrir Þorlákshöfn með okkar slæma leik. Til hamingju Þorlákshöfn, mjög sterkur sigur en þetta þarf að vera lexía fyrir mína stráka.“ Borche talaði um spennandi leik fyrir leik og það leit þannig út í fyrsta leikhluta. „Ég bjóst við að við myndum gefa eftir 1.leikhluta, þá væri upphitun búin og við getum keyrt á þá, en við vorum týndir í 2.leikhluta og hlutirnir gengu svo líka illa í byrjun 3.leikhluta en við reyndum að peppa okkur áfram en ekkert gekk. Strákarnir voru að klikka á opnum skotum, ekki bara í kvöld, heldur líka í seinasta leik á Akureyri og við höfum ekki efni á því.“ Borche talaði svo líka um leikjaálagið í deildinni. „Ég held að það sé þreyta í mönnum, en það er eins hjá öllum liðum. Ég hef alltaf sagt að ef að við erum að tapa leikjum, þá þurfum við að tapa með sæmd, en ekki svona. Eftir svona leik er ég að búast við einhverskonar viðbrögðum frá strákunum í næsta leik. Við þurfum að ræða þennan leik, horfa á hann saman og skoða hvað þarf að bæta, þetta var ekki gott og ég bið stuðningsmenn ÍR afsökunar, það er ekki gott að vera stuðningsmaður ÍR í kvöld.“ Borche ræddi svo stuttlega um næsta leik gegn Haukum. „Strákarnir verða að vera hungraðir eftir svona frammistöðu, ég þekki enga aðra formúlu að velgengni. Við verðum að mæta í Seljaskóla og leggja okkur alla fram og gott hugarfar og vinna þann leik.“
Dominos-deild karla ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira