„Útsalan er í fullum gangi“ – eða þannig Baldur Björnsson skrifar 25. janúar 2021 13:00 Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Margar verslanir – sérstaklega þó húsgagnaverslanir – eru með útsölur og tlboð alla daga ársins. En hvernig er það hægt? Útsala snýst jú um að selja vöru á lækkuðu verði frá fyrra verði. Hámark útsölu má vera 6 vikur, eftir það telst útsöluverðið fullt verð. Engu að síður eru sömu vörurnar auglýstar á útsölu mánuðum og árum saman og „útsöluverðið“ er sífellt það sama. „Útsalan er í fullum gangi“ segir í auglýsingunum. En ef verðið er meira eða minna alltaf það sama, í hverju felst þá útsalan? Málið er einfaldlega að verslanir komast upp með þennan hókus-pókus leik og viðskiptavinirnir ýmist fatta ekkert eða finnst bara ágætt að láta spila með sig. Það er jú svo þægilegt að réttlæta innkaupin með því að segjast hafa fengið hlutinn á útsölu. En hver er þá galdurinn að geta stöðugt verið með útsölu án þess að selja á lækkuðu verði? Samkvæmt reglugerð má ekki auglýsa vöru á útsölu nema hafa selt hana áður á „fullu“ verði. Eftir 6 vikur á útsölu eða tilboði telst útsöluverðið „fulla“ verðið. Það sem verslanir gera - sérstaklega húsgagnaverslanir - er að þær hætta að auglýsa viðkomandi útsöluvöru eftir 6 vikur og fara yfirleitt að auglýsa einhverja aðra. Þess vegna er útsalan alltaf í fullum gangi. Er einhver svo vitlaus? En þá vaknar spurningin: hver er svo vitlaus að kaupa vöru á „fullu“ verði eftir að hafa séð hana auglýsta á útsölu vikum saman? Tali nú ekki um að flestir eru farnir að átta sig á að umrædd vara kemur fljótt aftur á útsölu, eftir hóflegan „hvíldartíma.“ Vissulega sýnir verðmerkingin í versluninni fulla verðið. En viðskiptavinurinn þarf ekki annað en minnast á að varan hafi verið á útsölu, þá býðst honum umsvifalaust afsláttur til að jafna tilboðs- eða útsöluverðið. Eða þá að afslátturinn er boðinn að fyrra bragði. Með öðrum orðum, útsöluverðið er eina verðið sem varan er seld á. Útsöluverðið er fulla verðið. Sérstaklega er þetta áberandi í húsgagnaverslunum sem eru með takmarkað úrval. Þær hafa ekki nema ákveðinn fjölda vörutegunda sem tekur því að auglýsa til að trekkja að viðskiptavini. Til að láta Neytendastofu ekki góma sig passa þessar verslanir upp á 6 vikna útsölutímann þegar þær auglýsa. Þess á milli er einfaldlega veittur afsláttur. Ein húsgagnaverslunin passar svo vel upp á að enginn borgi „fulla“ verðið að hún minnir viðskiptavini á það í auglýsingum að spyrja um kjörin. Skyldi Neytendastofa hætta að dorma og rísa úr rekkju? Nú orðið auglýsa verslanir helst ekki nema afslætti og tilboð. Þetta á við um allan skalann, þó svo að húsgagnaverslanir séu mest áberandi. Bersýnilega virkar þetta á viðskiptavini, annars væri þetta ekki meginþemað í öllum auglýsingum. Aftur og aftur fellur viðskiptavinurinn í gildruna - eða þá hitt, sem er líklegra, að honum finnst bara notalegt að taka þátt í þessari gervi-verðlagningu til að plata sjálfan sig til að halda að hann hafi fengið gott verð og hugsanlega réttlæta kaupin. Hver stenst eiginlega að fá eitthvað á útsölu? Er þá bara allt í lagi að hækka verð eftir 6 vikna útsölutímabil, hafa það hærra í eina viku og auglýsa svo nýja útsölu? Alls ekki. Lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu banna slíkar blekkingar. Einhver kynni að spyrja í fávísi sinni hvort það sé ekki hlutverk Neytendastofu að rétta kúrsinn í þessari þróun, tryggja að neytendur séu ekki hafðir að fíflum eða lög brotin. En til að Neytendastofa geri eitthvað þarf hún fyrst að hætta að dorma, rísa úr rekkju, skilja áhyggjur af svefni og heilsu eftir í hirzlunni og koma sér út úr húsgagnahöllinni. Því miður virðist Neytendastofa ekki hafa andlega eða fjárhagslega burði til að gæta hagsmuna neytenda gagnvart þessari gjaldfellingu útsölu- og tilboða. Á vakt Neytendastofu er misnotkun á útsölum orðin að óstöðvandi skrímsli. Þau örfáu tilfelli þar sem Neytendastofa hefur slegið á puttana á verslunum hafa ekkert að segja. Það segir sitt að nýjasta dæmið um aðgerðir Neytendastofu í þessum efnum sem kynnt er á vefsíðu stofnunarinnar er frá 2015. Höfundur er iðnaðarmaður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar