Rústabjörgunarmaður vill annað sætið á lista Pírata í Kraganum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2021 10:01 Gísli Rafn Ólafsson hefur unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum. Aðsend Gísli Rafn Ólafsson hefur ákveðið að kost á sér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar sem fram fara næsta haust. Hann sækjast eftir öðru sæti á lista flokksins í því kjördæmi, sæti sem hann segir að verði án efa baráttusæti. Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Gísli Rafn segir í tilkynningunni að hann hafi unnið á alþjóðavettvangi síðustu fimmtán árin, að mestu í viðbrögðum við náttúruhamförum og öðrum krísum, Telji hann mikilvægt að leggja fram krafta sína hérlendis í að takast á við uppbyggingu landsins í kjölfar heimsfaraldurs. Sér í lagi muni sá hæfileiki að fá ólíka aðila til þess að vinna vel saman að stórum og erfiðum verkefnum verða mikilvægur á komandi kjörtímabili. „Ég er hamingjusamlega giftur, fimm barna faðir og afi úr Hafnarfirðinum sem hefur búið í sjö löndum og ferðast til yfir hundruð landa. Ég er með B.Sc. gráðu í tölvunar- og efnafræði frá Kaupmannahafnarháskóla, diplóma í þróunarfræðum frá HÍ og er einni óskrifaðri meistararitgerð frá M.A. gráðu í þróunarfræðum. Námsferillinn endurspeglar vel það hvernig tækni og það að hjálpa öðrum hefur ávallt átt hug minn. Ég byrjaði að vinna í tæknigeiranum þegar ég var 14 ára, fyrstu árin sem forritari. Ég gerðist sjálfboðaliði í Rauða krossinum þegar ég var tvítugur og gekk í björgunarsveit fimm árum síðar. Það var síðan fyrir einum og hálfum áratug sem mér tókst að samtvinna þessi tvö áhugasvið mín þegar ég fékk starf sem fólst í því að vera ráðgjafi fyrir ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir um hvernig best mætti nýta tölvutæknina við að búa sig undir og bregðast við náttúruhamförum. Það starf leiddi síðan til þess að ég stjórnaði öllu því sem snéri að tækni og fjarskiptaviðbrögðum hjá regnhlífarsamtökum 60 stærstu hjálparsamtaka í heimi. Auk þess var ég stjórnandi Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar á Haíti árið 2010 og meðlimur í UNDAC á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ég vil nýta reynslu mína af alþjóðavettvangi til þess að hjálpa Íslandi að takast á við þær áskoranir sem framundan eru. Það skiptir máli að á þingi sé fólk sem hefur djúpan skilning á þessum áskorunum og hvernig megi takast á við þær, en talar ekki bara í frösum eða bendir á vandamál án þess að hafa tillögur að lausnum. Fólk sem trúir á aukið jafnrétti og jöfnuð. Fólk sem hlustar á vilja almennings, en ekki bara lítinn hóp sérhagsmunaaðila. Sem barnabarn kommúnista og sjálfstæðismanns kemur það eflaust einhverjum á óvart að ég bjóði mig fram í prófkjöri hjá Pírötum, en mitt svar er einfalt. Píratar er sá flokkur á Alþingi sem er tilbúinn að horfa fram á við, flokkur sem er tilbúinn að laga það sem bæta þarf í okkar stjórnkerfi, flokkur sem trúir á gögn og gagnsæi en ekki bara það sem sérhagsmunahópar telja þeim trú um, flokkur sem er tilbúinn að skipta um skoðun og horfa björtum augum til framtíðar. Ég vil leggja mitt af mörkum og sækist eftir stuðningi ykkar til að skipa 2. sætið í komandi prófkjöri,“ segir Gísli Rafn í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2021 Píratar Suðvesturkjördæmi Hjálparstarf Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira