Ofbeldi gegn fötluðum svartur blettur á samfélaginu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. janúar 2021 12:23 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir ofbeldi gegn fötluðum svartan blett á íslensku samfélagi. Aðgerðateymi gegn ofbeldi hefur skilað ráðherra úrbóttatillögum í málaflokknum. Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu. Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Ríkislögreglustjóra segir að ætla megi að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og þá einnig ítrekað og reglulega. Talið er að hópurinn njóti ekki sömu réttinda og aðrir; fatlaðir tilkynni síður brot, því þeir óttast ekki vera ekki trúað og gerendur virðast síður sóttir til saka. Erfitt hefur reynst að draga saman fjölda brota gegn þessum einstaklingum þar sem lögreglukerfið LÖKE bíður ekki upp á að heilsufarsupplýsingar um fötlun séu skráðar. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipuðu í maí aðgerðarteymi gegn ofbeldi og hefur það nú skilað ráðherrunum úrbótatillögum í þessum málaflokki. Lagt er til að bætt skráning í lögreglukerfið verði skoðuð, þannig að hægt sé að færa til bókar að brotið hafi verið gegn einstaklingi með fötlun. „Það er verið að skoða hvernig megi skrá þetta án þess að brjóta gegn persónuvernd viðkomandi til þess við getum átt betri greiningar á þessum tilkynningum og getum þá gert betur og bætt okkur. Þetta er í skoðun hjá lögreglu og er mikilvægur þáttur í því að bregðast við þessari stöðu,“ segir Áslaug Arna. Tillögurnar verða nú unnar áfram hjá lögreglu og öðrum sem eiga að sjá um fræðslu um málaflokkinn.vísir/Vilhelm Lagt er til að ráðist verði í ýmiss konar fræðsluátök og forvarnarnámskeið. Áslaug segir þetta gríðarlega mikilvægt. „Fyrst og fremst er ljóst að fatlað fólk er ekki að fá sams konar meðferð og aðrir í kerfinu. Það er gríðarlega alvarlegt og svartur blettur á okkar samfélagi. Það eru minni líkur á að þeirra mál fari fyrir dómstóla og kerfið þarf að halda betur utan um þolendur svo að málin þeirra nái fram að ganga. Einn þáttur er að þau tilkynni meira og leiti til lögreglu, þekki þessar leiðir sem við erum með. Þá er fræðsla algjört lykilatriði.“ Fræðslan sé ekki síst mikilvæg innan lögreglunnar. „Þannig að fagfólk öðlist dýpri skilning á sögu fatlaðs fólk og hvernig ofbeldi í lífi fatlaðs fólks birtist stundum með öðruvísi hætti en hjá ófötluðu fólki. En einnig þessi jafningjafræðsla fyrir fólk með fötlun, svo þau þekki þjónustuúrræði sem standa til boða.“ Að sögn ráðherra verða tillögurnar nú unnar áfram bæði hjá lögreglu og þeim sem verður gert að sjá um fræðslu.
Lögreglumál Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent