Lögmaður Navalní fékk mínútu fyrirvara um réttarhöld sem standa nú yfir á lögreglustöð Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 10:42 Navalní og eiginkona hans við komuna til Rússlands í gær. AP/Mstyslav Chernov Réttarhöld gegn Alexei Navalní standa nú yfir í lögreglustöð í Moskvu, þangað sem hann var fluttur eftir að hann var handtekinn í gær. Ráðgjafar hans segjast ekki hafa fengið að hitta hann í um fimmtán klukkustundir og að lögmaður hans hafi fengið tilkynningu um réttarhöldin einni mínútu áður en þau hófust. Navalní sneri aftur til Rússlands í gær, í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Hann hafði haldið til í Þýskalandi en hann var fluttur á sjúkrahús þangað eftir eitrunina og þar hafur Navalní haldið til. Hann var handtekinn við komuna til Rússlands og færður í varðhald. Réttarhöld hófust svo í morgun um það hvort hann eigi að vera áfram í haldi. Sjá einnig: Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Vert er að taka fram að Navalní segist saklaus og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Kira Jarmisj, talskona hans sem virðist vera í salnum, birti myndband á Twitter í morgun þar sem Navalní segir verulega brotið á réttindum sínum og veltir vöngum yfir því af hverju verið sé að rétta yfir honum í lögreglustöð. Hann segist oft hafa orðið vitni að því að réttarkerfi Rússlands sé virt að vettugi en nú virðist sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi ákveðið að hunsa lögin alfarið. « » pic.twitter.com/Dqsa4x0qrz— (@Kira_Yarmysh) January 18, 2021 Þá hafa bandamenn Navalní og blaðamenn vakið athygli á því að ríkismiðlar sem séu hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi virðist hafa fengið meiri fyrirvara um réttarhöldin en lögmaður Navalní. Búið hafi verið að koma myndavélum fyrir í salnum og einungis slíkir miðlar fái aðgang að réttarhöldunum. Aðrir séu látnir bíða úti. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Navalní sneri aftur til Rússlands í gær, í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok. Hann hafði haldið til í Þýskalandi en hann var fluttur á sjúkrahús þangað eftir eitrunina og þar hafur Navalní haldið til. Hann var handtekinn við komuna til Rússlands og færður í varðhald. Réttarhöld hófust svo í morgun um það hvort hann eigi að vera áfram í haldi. Sjá einnig: Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Vert er að taka fram að Navalní segist saklaus og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Kira Jarmisj, talskona hans sem virðist vera í salnum, birti myndband á Twitter í morgun þar sem Navalní segir verulega brotið á réttindum sínum og veltir vöngum yfir því af hverju verið sé að rétta yfir honum í lögreglustöð. Hann segist oft hafa orðið vitni að því að réttarkerfi Rússlands sé virt að vettugi en nú virðist sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi ákveðið að hunsa lögin alfarið. « » pic.twitter.com/Dqsa4x0qrz— (@Kira_Yarmysh) January 18, 2021 Þá hafa bandamenn Navalní og blaðamenn vakið athygli á því að ríkismiðlar sem séu hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi virðist hafa fengið meiri fyrirvara um réttarhöldin en lögmaður Navalní. Búið hafi verið að koma myndavélum fyrir í salnum og einungis slíkir miðlar fái aðgang að réttarhöldunum. Aðrir séu látnir bíða úti.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00
Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Rússar beita ráðamenn í ESB viðskiptaþvingunum Yfirvöld í Rússlandi hafa beitt ráðamenn í Evrópusambandinu viðskiptaþvingunum. Það var gert vegna þvingana sem ESB hafði beitt rússneska embættismenn vegna eitrunar rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. 22. desember 2020 15:30