Ekkert formalín í bóluefnum Pfizer og Moderna Eiður Þór Árnason skrifar 15. janúar 2021 10:52 Heilbrigðisstarfsmenn undirbúa fyrstu bólusetningar við Covid-19 sem fram fóru þann 29. desember. Vísir/vilhelm Ekkert formalín er að finna í bóluefnum Pfizer - BioNTech og Moderna við Covid-19 en efnið gæti verið að finna í öðrum bóluefnum sem munu innihalda óvirkjaðar veirur. Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Formalín er notað við framleiðslu sumra bóluefna í þeim tilgangi að óvirkja veirur og geta þess vegna fundist örlitlar leifar af formalíni í sumum tegundum bóluefna. Formalín er formaldehýð sem búið er að þynna í vatnslausn en fram kemur á Vísindavef Háskóla Íslands að formaldehýð finnst í öllum lífverum. „Það er nauðsynlegur hluti af efnaskiptum þeirra og kemur við sögu í nýmyndun erfðaefnisins (DNA) og amínósýra sem eru byggingareiningar prótína. Mannslíkaminn myndar daglega rúm 40 g af formaldehýði og það brotnar greiðlega niður - annars mundi það vitanlega safnast fyrir í líkama okkar,“ segir í svari á Vísindavefnum. Magn formalíns í bóluefnum örlítið miðað við það sem finnst í líkamanum Ekkert formalín er í þeim tveimur bóluefnum sem nú hafa fengið markaðsleyfi hjá Lyfjastofnun Evrópu enda byggja þau ekki á veikluðum veirum heldur einangruðu mRNA. Formalín gæti hins vegar verið að finna í sumum bóluefnum við Covid-19 sem á eftir að samþykkja. Fleiri aðferðir eru þó notaðar til að óvirkja veirur í slíkum bóluefnum, til dæmis geislun og hiti. Styrkur formaldehýðs í blóði manna er sagður vera um það bil 2,4 míkrógrömm á millilítra. „Magn formalíns sem getur verið að finna í bóluefnum er örlítið í samanburði við það formalín sem þegar er í mannslíkamanum. Í blóði ungbarns sem vegur um 5 kg er til að mynda um 1500 sinnum meira af formalíni er það gæti fengið í sig með sprautu af bóluefni sem í væru leifar af formalíni,“ segir á Vísindavefnum. Líkt og með það formalín sem mannslíkaminn myndi sjálfur brotni það brotið niður í líkamanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Sjá meira
Hitta alla sem koma smitaðir til landsins og fengu loks bólusetningu Fjögur hundruð manns voru bólusettir með bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetningin gekk vel og var kærkomin framlínustarfsfólki úr röðum lögreglu og sjúkraflutningamanna, sem oft kemst í tæri við kórónuveiruna. 13. janúar 2021 20:01
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45