RAX Augnablik: „Við ætluðum aðeins nær en þá kemur elding í vélina“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2021 07:01 Ragnar Axelsson segir að það sé mikilvægt að „panikka“ ekki í aðstæðum eins og hann lenti í fyrir ofan gosið í Grímsvötnum árið 2011. Þannig nái hann að halda skýrri hugsun. RAX „Eldgos eru dálítið sérstök á Íslandi. Ég er búin að fara í öll eldgos á Íslandi í fjörutíu ár,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Það verður að teljast skiljanlegt enda náttúruhamfarir oft mikið sjónarspil. „Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
„Mér finnst það alltaf svolítið spennandi. Maður þarf að fara varlega því þetta getur verið hættulegt en það þarf að skrásetja þetta.“ RAX kemur sér oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er gott dæmi um það. Hann flýgur á staðinn með Arnari Jónssyni vini sínum, en þeir voru saman í flugklúbb. „Við ákváðum að reyna að fljúga eins langt og við þorum. Mér hefur oft langað til að fara á einhvern stað til að mynda eldingar en ég held að sextíu prósent af þeim sem drepast í eldingum séu ljósmyndarar að taka mynd á þrífæti því eldingin fer alltaf í hæsta punkt.“ Ljósmyndarinn vildi ná eldingu inn á mynd og átti það eftir að reynast hættulegt verkefni. Hægt er að heyra söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Á eldingaveiðum er tæpar fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Á eldingaveiðum Vildi sýna hvernig fólkinu leið RAX náði líka einstökum ljósmyndum á jörðu niðri í kringum eldgosið í Grímsvötnum árið 2011, sem sýndu ástandið á svæðinu vel. Hann sagði söguna á bak við myndirnar sem hann tók þar í öðrum þætti af RAX Augnablik. „Það verður bara allt svart,“ segir RAX um tilfinninguna að keyra undir gosmökkinn. Fylgdist hann meðal annars með tveimur bændum kljást við afleiðingarnar af gosinu. „Ég fer með honum út á tún að tína upp dáin lömb,“ segir RAX um eina af myndunum sem hann tók þennan dag. „Augnablikið var í augunum á honum, sorgin, yfir því að missa lömbin, það var þetta augnablik sem ég vildi ná, að sýna hvernig fólki leið.“ Hægt er að horfa á þáttinn Undir gosmekkinum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir RAX Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira