Gjafmildi landsmanna bjargaði starfi björgunarsveitarinnar á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2021 18:01 Magnús Einar Magnússon, formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri. Vísir/Arnar Einu ári eftir að snjóflóð féllu á Flateyri er björgunarsveitin þar á bæ komin í nýtt húsnæði sem sveitin gat keypt með fé sem almenningur og fyrirtæki í landinu gáfu eftir hamfararnir. Í nýja húsnæðinu verður starfrækt heilsugæsla sem var ekki í boði fyrir ári. Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Flóðin tvö sem féllu rétt fyrir miðnætti 14. janúar í fyrra eru með allra stærstu flóðum sem fallið hafa á leiðigarða. Annað flóðið fór yfir Flateyrarhöfn og skemmdi þar báta og mannvirki. Seinna flóðið fór yfir hús í Ólafstúni. Móðir slapp þar út með tvö börn en björgunarsveitarmenn björguðu elstu dótturinni úr húsinu skömmu síðar. Björgunarsveitin hafðist við í bílskúr á Flateyri fyrir flóðin í fyrra. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Magnús Einar Magnússon, formaður Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri, um nýja húsnæðið. Þegar fregnir bárust af hamförunum í fyrra brugðust margir vel við ákalli um að styrkja björgunarsveitina á Flateyri. „Það safnaðist gífurlega vel inn á reikninginn okkar,“ segir Magnús. Í sumar bauðst björgunarsveitinni að kaupa hluta af húsnæði á Flateyri og fékk um leið kaupanda að gamla húsnæðinu. „Manni fannst sá andi vera ríkjandi í bænum að flestir vildu að við eignuðumst nýtt húsnæði,“ segir Magnús. Aðstaðan í bílskúrnum í janúar í fyrra torveldaði öllu starfi. „Nýja húsnæðið gjörbreytir öllu. Maður finnur líka á bæjarbúum að það er mikil áhugi á okkar starfsemi,“ segir Magnús. Bíða margir spenntir eftir nýliðakynningu hjá björgunarsveitinni, en ekki hefur verið hægt að halda hana vegna samkomutakmarkana. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk loksins hentugt rými fyrir heilsugæslu á Flateyri í nýja húsnæðinu. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða gerði leigusamning við björgunarsveitina um rýmið. Magnús segir afar mikilvægt fyrir Flateyringa að fá þessu heilsugæsluaðstöðu. „Að þurfa ekki að leita sér þjónustu yfir vetrartímann í vondu veðri. Til dæmis að þurfa að fara með ungbarn í skoðun á Ísafjörð í óveðri til að láta vigta það, það verður hægt hérna. Þar að auki erum við erum með búnað í þessu herbergi sem vettvangsliðar, sem eru þrír í okkar sveit, fóru á námskeið sem sjúkrahúsið bauð upp á og hafa þar af leiðandi aðgang að lyfjum sem fólk gæti þurft við ýmsar aðstæður. Ef það er lokað inn á Ísafjörð geta þeir verið í símasambandi við lækni og leyst fyrsta viðbragð. Sem vantaði klárlega í janúar,“ segir Magnús. Ljóst sé að þeir fjármunir sem söfnuðust í fyrra fóru í gott starf. „Þeir sem gáfu okkur pening sjá þá í þessu húsnæði. Þetta bjargaði okkar starfsemi.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Björgunarsveitir Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira