Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2021 16:53 Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík. Vísir/vilhelm Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lýkur málinu með 2,5 milljóna króna sektargreiðslu en Fjármálaeftirlitið taldi annmarka vera á flestum þeim aðgerðum sem teknar voru til skoðunar hjá sparisjóðnum. Var það niðurstaða vettvangsathugunar að áhættumat sparisjóðsins, framkvæmd áreiðanleikakannana, reglubundið eftirlit, stefna og verkferlar, eftirlit með því hvort viðskiptamenn væru á þvingunarlistum og eftirliti með einstaklingum í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, væri ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gera sérstakar athugasemdir við aðila sem innheimtir smálán Samkomulagið kveður meðal ananrs á um að alvarlegir annmarkar hafi verið varðandi könnun áreiðanleika upplýsinga um tiltekinn viðskiptamann sem sér um innheimtu smálána „vegna þeirrar auknu áhættu sem þar var talin vera til staðar,“ eins og það er orðað í samkomulaginu. Nokkuð hefur verið fjallað um það að Sparisjóður Strandamanna hafi veitt innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna eftir að bankar höfðu lokað á smálánafyrirtækin. Hafa Neytendasamtökin meðal annars gagnrýnt sparisjóðinn fyrir viðskipti sín við innheimtufyrirtækið sem hafi innheimt ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Í ágúst í fyrra tilkynnti Sparisjóður Strandamanna að hann hafi gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánafyrirtæki fari fram í gegnum reikninga sjóðsins. Þá hafi jafnframt „einhverjum samböndum“ við viðskiptavini sem komi að smálánastarfsemi verið sagt upp. Ekki hrifin af skjalageymslunni Líkt og áður segir gerir Fjármálaeftirlitið víðtækar athugasemdir við varnir sparisjóðsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ein þeirra snýr að skjalageymslu fjármálastofnunarinnar. „Athugun Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að öll gögn í tengslum við áreiðanleikakannanir viðskiptamanna voru geymd á pappírsformi í möppum í eldvörðum skjalaskáp hjá málsaðila. Einu áreiðanleikakannanirnar sem voru vistaðar rafrænt voru þær sem höfðu verið framkvæmdar á árinu 2019.“ Er það mat Fjármálaeftirlitsins að miðað við fjölda viðskiptavina verði ekki séð að framangreind skjalavarsla fullnægi skilyrðum laganna um að geta brugðist skjótt við beiðnum eftirlitsaðila um upplýsingar. Öfluðu ekki upplýsinga um raunverulega eigendur Með samkomulagi aðilanna viðurkennir Sparisjóður Strandamanna að hann hafi með háttsemi sinni brotið gegn þeim áðurnefndum lögum auk laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, með því að hafa ekki haft til staðar viðeigandi eftirlitskerfi til að meta hvort viðskiptamenn væru á lista yfir þvingunaraðgerðir. Sparisjóðnum var þó ekki gerð sekt vegna síðarnefnda brotsins. Alvarlegustu annmarkarnir að mati Fjármálaeftirlitsins sneru að framkvæmd áreiðanleikakannana og þá sérstaklega öflun upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila. Í meirihluta tilfella hafði ekki verið aflað upplýsinga um raunverulega eigendur eða þær upplýsingar ekki verið sannreyndar. Fáir erlendir viðskiptavinir Á þeim tíma þegar vettvangsathugunin var framkvæmd var mikill meirihluti viðskiptavina sparisjóðsins aðilar sem búsettir voru á starfssvæði hans eða annars staðar á landinu. Erlendir viðskiptavinir sparisjóðsins voru fáir og enginn þeirra frá áhættusömum ríkjum. Fram kemur í samkomulaginu að við mat á alvarleika brots á lagagrein sem sneri að gerð áhættumats hafi verið tekið tillit til þess að um væri að ræða nýja skyldu sem útfærð var nánar með reglugerð fjórum mánuðum áður en vettvangsathugun Fjármálaeftirlitsins fór fram. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. 28. júlí 2020 10:11 Sparisjóðsstjóri neitar ábyrgð Neytendasamtökin og VR hvetja lántakendur til að hætta að greiða af smálánaskuldum nema að fá skýra sundurliðun á kröfum. 16. ágúst 2019 06:00 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Lýkur málinu með 2,5 milljóna króna sektargreiðslu en Fjármálaeftirlitið taldi annmarka vera á flestum þeim aðgerðum sem teknar voru til skoðunar hjá sparisjóðnum. Var það niðurstaða vettvangsathugunar að áhættumat sparisjóðsins, framkvæmd áreiðanleikakannana, reglubundið eftirlit, stefna og verkferlar, eftirlit með því hvort viðskiptamenn væru á þvingunarlistum og eftirliti með einstaklingum í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla, væri ekki í samræmi við þær kröfur sem fram koma í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Gera sérstakar athugasemdir við aðila sem innheimtir smálán Samkomulagið kveður meðal ananrs á um að alvarlegir annmarkar hafi verið varðandi könnun áreiðanleika upplýsinga um tiltekinn viðskiptamann sem sér um innheimtu smálána „vegna þeirrar auknu áhættu sem þar var talin vera til staðar,“ eins og það er orðað í samkomulaginu. Nokkuð hefur verið fjallað um það að Sparisjóður Strandamanna hafi veitt innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu ehf. aðgang að greiðslumiðlunarkerfi bankanna eftir að bankar höfðu lokað á smálánafyrirtækin. Hafa Neytendasamtökin meðal annars gagnrýnt sparisjóðinn fyrir viðskipti sín við innheimtufyrirtækið sem hafi innheimt ólögleg smálán í gegnum reikning sparisjóðsins. Í ágúst í fyrra tilkynnti Sparisjóður Strandamanna að hann hafi gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að innheimta í tengslum við smálánafyrirtæki fari fram í gegnum reikninga sjóðsins. Þá hafi jafnframt „einhverjum samböndum“ við viðskiptavini sem komi að smálánastarfsemi verið sagt upp. Ekki hrifin af skjalageymslunni Líkt og áður segir gerir Fjármálaeftirlitið víðtækar athugasemdir við varnir sparisjóðsins gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Ein þeirra snýr að skjalageymslu fjármálastofnunarinnar. „Athugun Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós að öll gögn í tengslum við áreiðanleikakannanir viðskiptamanna voru geymd á pappírsformi í möppum í eldvörðum skjalaskáp hjá málsaðila. Einu áreiðanleikakannanirnar sem voru vistaðar rafrænt voru þær sem höfðu verið framkvæmdar á árinu 2019.“ Er það mat Fjármálaeftirlitsins að miðað við fjölda viðskiptavina verði ekki séð að framangreind skjalavarsla fullnægi skilyrðum laganna um að geta brugðist skjótt við beiðnum eftirlitsaðila um upplýsingar. Öfluðu ekki upplýsinga um raunverulega eigendur Með samkomulagi aðilanna viðurkennir Sparisjóður Strandamanna að hann hafi með háttsemi sinni brotið gegn þeim áðurnefndum lögum auk laga um frystingu fjármuna og skráningu aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna, með því að hafa ekki haft til staðar viðeigandi eftirlitskerfi til að meta hvort viðskiptamenn væru á lista yfir þvingunaraðgerðir. Sparisjóðnum var þó ekki gerð sekt vegna síðarnefnda brotsins. Alvarlegustu annmarkarnir að mati Fjármálaeftirlitsins sneru að framkvæmd áreiðanleikakannana og þá sérstaklega öflun upplýsinga um raunverulega eigendur lögaðila. Í meirihluta tilfella hafði ekki verið aflað upplýsinga um raunverulega eigendur eða þær upplýsingar ekki verið sannreyndar. Fáir erlendir viðskiptavinir Á þeim tíma þegar vettvangsathugunin var framkvæmd var mikill meirihluti viðskiptavina sparisjóðsins aðilar sem búsettir voru á starfssvæði hans eða annars staðar á landinu. Erlendir viðskiptavinir sparisjóðsins voru fáir og enginn þeirra frá áhættusömum ríkjum. Fram kemur í samkomulaginu að við mat á alvarleika brots á lagagrein sem sneri að gerð áhættumats hafi verið tekið tillit til þess að um væri að ræða nýja skyldu sem útfærð var nánar með reglugerð fjórum mánuðum áður en vettvangsathugun Fjármálaeftirlitsins fór fram. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. 28. júlí 2020 10:11 Sparisjóðsstjóri neitar ábyrgð Neytendasamtökin og VR hvetja lántakendur til að hætta að greiða af smálánaskuldum nema að fá skýra sundurliðun á kröfum. 16. ágúst 2019 06:00 Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35 Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Ólögleg starfsemi þrífist í skjóli sparisjóðsins Neytendasamtökin gagnrýna Sparisjóð Strandamanna fyrir viðskipti hans við smálánafyrirtæki. 28. júlí 2020 10:11
Sparisjóðsstjóri neitar ábyrgð Neytendasamtökin og VR hvetja lántakendur til að hætta að greiða af smálánaskuldum nema að fá skýra sundurliðun á kröfum. 16. ágúst 2019 06:00
Ísland lokið aðgerðum til þess að komast af gráa listanum Ísland hefur lokið aðgerðum sínum sem farið var í vegna flokkunar Íslands á gráa lista FATF yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka 24. júní 2020 17:35
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47