NBA dagsins: Durant þögull um Harden eftir fámennan sigurleik Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 14:30 Kevin Durant verður brátt liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Getty/Jim McIsaac Löngum og tíðindamiklum degi hjá öllum sem að Brooklyn Nets koma lauk með 116-109 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Tilþrif úr leiknum og fleiri leikjum má sjá í NBA dagsins hér á Vísi. Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar
NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40
Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins