Píratar vilja að fleiri en tveir geti verið í hjúskap Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:38 Píratarnir Björn Leví, Helgi Hrafn Gunnarsson og Halldóra Mogensen ræða við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Ekki liggur fyrir hvort Ingu lítist vel á það að geta verið skráð með fleirum en einhverjum einum í hjúskap. vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson telur fráleitt að ríkið hafi með það að gera hversu margir eru skráðir í hjúskap. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“ Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata hefur lagt fram tillögu um að breytingar verði gerðar á hjúskaparlögum. Hann segist skilja vel að sú tillaga vefjist fyrir sumum og líklega muni einhverjum þykja flókið að hjúskapur geti verið milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Þannig hafi það jú ætíð verið og það sé skoðun. En skoðun eins eigi ekki að hafa áhrif á hjúskaparákvörðun annarra og hvað þá með hjálp ríkisvaldsins. Björn Leví hefur birt pistil þar sem hann gerir nánar grein fyrir tillögunni. Og kallar eftir ábendingum og athugasemdum. Hann bendir á að fyrir um áratug hafi hjúskaparlögum verið breytt þannig að hjúskapur eða skráð sambúð sé á milli tveggja einstaklinga óháð kyni. Nú vilji hann bæta því við að slíkur samningur sé óháður fjöldatakmörkunum af hálfu hins opinbera. „Þrír í hjúskap? Af hverju ekki? Fjórar að ættleiða saman? Af hverju ekki? Fimm í sambúð sem bera sameiginlega ábyrgð á leigusamningi, af hverju ekki? Af hverju ætti ríkið að ákveða hverjir geti gert með sér slíka samninga?“ Birni þykir ekki ólíklegt að einhverjar glósur muni fylgja, umræðan sem hann kalli eftir fari mögulega í sögulegar vangaveltur um fjölkvæni og inn á trúarlegar brautir. „Barn á bara tvo líffræðilega foreldra og það stjórnar því hvað hjúskapur eða skráð sambúð felur í sér. Við erum hins vegar komin langt umfram þær takmarkanir. Börn eiga alls konar foreldra: Líffræðilega foreldra, fósturforeldra, nýjar mömmur og pabba eftir skilnað eða andlát, tvo pabba eða tvær mæður. Og af hverju ekki þrjár samkvæmt hjúskapar- eða ættleiðingarlögum?“
Alþingi Stjórnsýsla Fjölskyldumál Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira