NBA dagsins: Beal naut sín í „klikkuðum slag“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 14:30 Bradley Beal með Devin Booker fyrir framan sig í leiknum í Washington í nótt. Getty/Patrick Smith Bradley Beal stal senunni í NBA-deildinni í nótt með stórleik í öruggum sigri Washington Wizards á Phoenix Suns, 128-107. Flottustu NBA-tilþrifin frá því í nótt má sjá í meðfylgjandi klippu. Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Lýsendur höfðu freistað þess að gera leik Washinton og Phoenix að uppgjöri Beal og Devin Booker, tveggja af bestu skotbakvörðum deildarinnar. Beal skoraði 34 stig og Booker 33, en það voru Beal og félagar sem fögnuðu loks heimasigri eftir fimm töp í röð í Washington. Það gerðu þeir þrátt fyrir að vera án Russell Westbrook sem verður frá keppni í að minnsta kosti viku til viðbótar vegna meiðsla í læri. Beal hló létt þegar hann var spurður hvort hann hefði merkt sérstaklega við leikinn við Phoenix á dagatalinu, vegna uppgjörsins við Booker: „Ég vissi nú ekki að við værum að fara að spila við Phoenix fyrr en í gærkvöldi. Ég get því ekki sagt að ég hafi merkt við leikinn. En ég veit að þegar ég mæti Booker þá mun hann gera sitt allra besta og þetta eru alltaf klikkaðar rimmur á milli okkar. Það besta er að hvorugur okkar er tilbúinn að láta undan heldur viljum við samkeppnina. Við munum ýta hvor öðrum áfram og kljást margsinnis í þessari deild en í kvöld höfðum við betur,“ sagði Beal. Beal á hluta af bestu tilþrifum næturinnar sem sjá má í lok myndskeiðsins hér að neðan. Aftur horfði Siakam á boltann dansa upp úr hringnum Það á ekki af Kamerúnanum Pascal Siakam að ganga. Annan leikinn í röð dansaði boltinn upp úr hringnum eftir lokaskot hans og Toronto Raptors urðu að sætta sig við tap gegn Portland Trail Blazers, 112-111. Siakam skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum, með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar, en það dugði ekki. CJ McCollum skoraði 30 stig og þar á meðal sigurkörfuna. Giannis Antetokounmpo sneri aftur með Milwaukee Bucks eftir minni háttar meiðsli og hafði sig heldur hægan í 121-99 sigri á Orlando Magic í nótt. Grikkinn lenti í villuvandræðum en skilaði þó 22 stigum. Milwaukee var 86-82 yfir fyrir lokafjórðunginn en stakk svo af og vann öruggan sigur. Klippa: NBA dagsins 12. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir „Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30 NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
„Það mun enginn vorkenna okkur“ Philadelphia 76ers glíma áfram við vandamál vegna kórónuveirusmits Seth Curry. Níu leikmenn liðsins gátu þó spilað í nótt en félagið fékk sekt upp á 3,2 milljónir króna fyrir brot á reglum um meiðsli leikmanna. 12. janúar 2021 07:30
NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. 11. janúar 2021 14:30
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins