Grindvíkingar missa Sigtrygg Arnar í atvinnumennsku á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2021 12:22 Sigtryggur Arnar Björnsson í leik með Grindavíkurliðinu. Vísir/Daníel Grindvíkingar missa einn besta leikmann liðsins nokkrum dögum fyrir fyrsta leik en ætla að finna nýjan leikmann í staðinn fyrir hann. Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021 Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira
Landsliðsbakvörðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu en keppni hefst væntanlega á ný í vikunni. Sigtryggur Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Grindvíkingar sjá þarna á eftir mjög öflugum leikmanni og það rétt áður en keppni byrjar á nýjan leik. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann gekk til liðs við Grindavík vorið 2018. „Þetta tækifæri kom óvænt upp. Ég er mjög þakklátur stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fyrir að sýna þessu skilning og gefa mér heimild til að fara í atvinnumennsku. Stefnan var sett á að gera góða hluti með Grindavík eftir áramót. Þetta tækifæri er of gott til að sleppa því á þessum tímapunkti á mínum ferli. Ég vil koma á framfæri kveðju til stuðningsmanna Grindavíkur sem hafa tekið vel á móti mér frá fyrsta degi. Mér hefur liðið mjög vel hjá félaginu og mun fylgjast grannt með gengi Grindavíkur áfram,“ segir Sigtryggur Arnar í samtali við fésbókarsíðu Grindavíkur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur hafið leit að nýjum leikmanni til að leysa Arnar af hólmi. Sigtryggur Arnar hefur spilað vel með íslenska landsliðinu í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023 og er með 12,8 stig í leik og 42 prósent þriggja stiga nýtingu í fjórum leikjum þar af 18 stig í leik í leikjunum tveimur í febrúar í fyrra. Hann hafði ekkert spilað í langan tíma fyrir leikina í lok nóvember. Sigtryggur Arnar er ekki eini leikmaðurinn í deildinni því Kári Jónsson samdi á dögunum við lið Bàsquet Girona. Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild...Posted by Körfuknattleiksdeild Grindavíkur on Þriðjudagur, 12. janúar 2021
Dominos-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Sjá meira