NBA dagsins: Versta skotnýting ferilsins en Curry gat brosað Sindri Sverrisson skrifar 11. janúar 2021 14:30 Stephen Curry og Eric Paschall ánægðir í sigrinum nauma á Toronto Raptors. Getty/Ezra Shaw Stephen Curry var sjálfsagt manna fegnastur að sjá boltann dansa upp úr hringnum um leið og lokaflautið gall, í 106-105 sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Lokaskotið, sem Pascal Siakam tók, er meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi en myndbandið er hér neðar í greininni. Curry er vanur því að vera í aðalhlutverki hjá Golden State en eftir nokkra stórleiki að undanförnu átti hann sitt versta kvöld á ferlinum gegn Toronto ef horft er til skotnýtingarinnar. Hann nýtti aðeins tvö af 16 skotum sínum úr opnum leik og hefur ekki átt verri frammistöðu hvað skot varðar, í leikjum þar sem hann hefur reynt að minnsta kosti fimm skot. Warriors fengu aftur á móti 46 stig af bekknum og Curry kvaðst sjálfur ekki hafa neinar áhyggjur af frammistöðu sinni í leiknum. Hann myndi halda áfram að skjóta í næstu leikjum. Náði þessu með mikilli vinnu á hverjum degi Í Los Angeles unnu heimamenn í Clippers nauman sigur á Chicago Bulls, 130-127, þar sem Kawhi Leonard átti tímamótaleik er hann rauf 10.000 stiga múrinn á sínum ferli. Leonard skoraði 35 stig og fagnaði sigri, á meðan að 45 stig Zach LaVine fyrir Chicago skiluðu engu. „Þetta er bara mikil vinna og fórnfýsi. Ég hef eytt ótal tímum í ræktinni til að komast hingað. Enginn bjóst við neinu af mér – ég náði þessu bara með mikilli vinnu á hverjum degi, með augun á settu marki,“ sagði Leonard. Meistararnir í Los Angeles Lakers eru svo á toppi vesturdeildarinnar með 8 sigra og 3 töp, eftir að hafa unnið öruggan sigur á Houston Rockets, 120-102, þar sem Anthony Davis var í aðalhlutverki með 27 stig. Svipmyndir úr leiknum, sem og sigrum Warriors og Clippers auk tíu bestu tilþrifa kvöldsins, má sjá hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 11. janúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira