Bandaríkin aflétta samskiptabanni við Taívan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2021 12:55 Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur aflétt samskiptabanni Bandaríkjanna við Taívan. AP/Mike Segar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að áratugalöngu samskiptabanni við Taívan verði aflétt. Bannið var kynnt í Bandaríkjunum fyrir mörgum áratugum síðan, til þess að friðþægja yfirvöld á meginlandi Kína. Líklegt er að breytingarnar muni reita yfirvöld í Kína til reiði, en Kína hefur lengi haldið því fram að þau hafi stjórnrétt á Taívan. Eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn náði völdum á meginlandinu árið 1949 fluttist stjórn þjóðernissinna til Taívan. Stjórnin gerir tilkall til alls Kína, sem kínversk stjórnvöld gera sömuleiðis til eyjunnar. Nú eru aðeins tíu dagar þar til ríkisstjórn Trumps lýkur störfum, en Joe Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Þessi breyting fer þvert á stefnu Bidens, sem hefur lýst því yfir að hann muni halda samskiptum við Taívan óbreyttum. Sérfræðingar telja líklegt að Antony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, muni snúa ákvörðuninni við. Kínversk yfirvöld hafa hvatt Bandaríkin til þess að virða, það sem Kína kallar, „eitt Kína.“ Það er að Taívan sé ekki sjálfstætt ríki heldur hérað í Kína. Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Líklegt er að breytingarnar muni reita yfirvöld í Kína til reiði, en Kína hefur lengi haldið því fram að þau hafi stjórnrétt á Taívan. Eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn náði völdum á meginlandinu árið 1949 fluttist stjórn þjóðernissinna til Taívan. Stjórnin gerir tilkall til alls Kína, sem kínversk stjórnvöld gera sömuleiðis til eyjunnar. Nú eru aðeins tíu dagar þar til ríkisstjórn Trumps lýkur störfum, en Joe Biden mun taka við embætti forseta þann 20. janúar næstkomandi. Þessi breyting fer þvert á stefnu Bidens, sem hefur lýst því yfir að hann muni halda samskiptum við Taívan óbreyttum. Sérfræðingar telja líklegt að Antony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, muni snúa ákvörðuninni við. Kínversk yfirvöld hafa hvatt Bandaríkin til þess að virða, það sem Kína kallar, „eitt Kína.“ Það er að Taívan sé ekki sjálfstætt ríki heldur hérað í Kína.
Kína Bandaríkin Taívan Tengdar fréttir Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01 Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019. 12. desember 2020 08:01
Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35