Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2021 17:48 Ýmir Örn Gíslason var öflugur í íslensku vörninni sem fékk aðeins tíu mörk á sig í seinni hálfleik. EPA/ESTELA SILVA Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira