Kominn tími á það að Baltimore Ravens standist stóra prófið í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2021 12:30 Lamar Jackson og félagar í liði Baltimore Ravens lentu í vandræðum um mitt tímabil en koma inn í úrslitakeppnina á miklu skriði. Getty/Patrick Smith Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í gær með þremur leikjum og það verða þrír spennandi leikir til viðbótar í dag. Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira
Augu margra verða á liðinu sem hefur spilað vel í deildarkeppninni en illa í úrslitakeppninni undanfarin ár. Baltimore Ravens liðið þarf af svara fyrir skell í úrslitakeppninni í fyrra og fær einmitt að byrja úrslitakeppnina í ár á móti sama liði. Hér erum við að tala um fyrsta leik dagsins á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en seinna í dag mætast fyrst New Orleans Saints og Chicago Bears en svo endar helgin á leik Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns. Úrslitakeppni ameríska fótboltans er öðruvísi í ár en fyrri ár því fjórtán lið komust í úrslitakeppnina á þessu tímabili í stað tólf áður. Það þýðir að fyrsta helgi úrslitakeppninnar mun bjóða upp á sex leiki í staðinn fyrir fjóra og því er þriggja leikja veisla á bæði laugardegi og sunnudegi. Derrick Henry rushed for 446 yards in last year s playoffs, propelling the Titans to upsets over the Ravens and Patriots. A similar performance this year could vault the Titans into the Super Bowl and Henry onto a short list of all-time legends. https://t.co/p172V3nW7f— NYT Sports (@NYTSports) January 6, 2021 Baltimore Ravens hefur verið með eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar undanfarin tvö ár og höfðu unnið sinn riðil bæði 2018 og 2019. Liðið hefur aftur á móti ekki unnið leik í úrslitakeppninni í sex ár. Liðið og leikstjórnandinn Lamar Jackson áttu magnað tímabil í fyrra þegar liðið vann fjórtán af sextán deildarleikjum sínum og Jackson var kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Stórtapið óvænta á móti Tennessee Titans, 28-12, í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni var því mikið áfall og um leið áfellisdómur yfir liði sem hafði ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan í janúar 2015. watch on YouTube Lykilatriðið hjá Baltimore Ravens verður að stöðva hlauparann Derrick Henry í liði Tennessee Titans. Derrick Henry endaði deildarkeppnina á því að komast í tvö þúsund jarda hópinn en í úrslitakeppninni í fyrra þá hljóp hann hreinlega yfir Ravens liðið í fyrrnefndum stórsigri. Derrick Henry er þegar búinn að minna Ravens-liðið á sig því hann skoraði sigursnertimarkið í framlengdum leik liðanna fyrr á tímabilinu. Baltimore Ravens lenti í smá vandræðum um mitt tímabil ekki síst í kringum hópsmit hjá liðinu. Leikmenn hafa nú komist yfir kórónuveiruna að mestu og mæta inn í úrslitakeppnina á fimm leikja sigurgöngu. Fyrsti leikur dagsins er á milli Tennessee Titans og Baltimore Ravens en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Liðin unnu bæði ellefu leiki í deildarkeppninni en Tennessee Titans fær heimavöllinn af því að liðið vann sinn riðil eftir harða keppni við Indianapolis Colts. Annar leikur dagsins er á milli New Orleans Saints og Chicago Bears en hann hefst klukkan 18.00 á Stöð 2 Sport 3. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er nýkominn til baka eftir meiðsli og þá er stórstjarnan Alvin Kamara að glíma við kórónuveiruna. Kamara mun reyna að spila en hefur ekkert verið nálægt liðinu í tíu daga. Flestir búast þó við sigri Saints enda hefur Chicago Bears liðið meðal annars tapað sex leikjum í röð á leiktíðinni og þá tapaði Chicago 16-35 í lokaumferðinni. Pittsburgh Steelers og Cleveland Browns hefja síðan leik rétt eftir eitt um nóttina en hann er sýndur á Stöð 2 Sport. Þetta verður þriðji leikur liðanna á leiktíðinni. Steelers vann öruggan heimasigur í október, 38-7, en Cleveland Browns tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 24-22 sigri í leik liðanna um síðustu helgi. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Neymar hneykslaður: „Raphinha í fimmta sæti er of mikið grín“ Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Madueke frá í tvo mánuði Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Tárin flæddu þegar Dembélé þakkaði mömmu sinni Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Minntust Jota og bróður hans á Ballon d'Or Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Sjá meira