Heimsmeistarinn segir að fjölskyldan hafi þjáðst vegna hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2021 10:01 Gerwyn Price smellir kossi á Sid Waddell bikarinn eftir sigurinn á Gary Anderson í úrslitaleik HM í pílukasti. getty/Luke Walker Gerwyn Price segir að fjölskylda sín hafi glaðst og þjáðst með sér á leið sinni að fyrsta heimsmeistaratitlinum í pílukasti. Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna. Pílukast Wales Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Price varð á sunnudaginn fyrsti Walesverjinn til að verða heimsmeistari í pílukasti eftir 7-3 sigur á skoska reynsluboltanum Gary Anderson í Alexandra höllinni í London. Uppgangur Prices hefur verið mjög hraður en ekki eru nema sex ár síðan fór að einbeita sér að pílukasti eftir að hafa verið atvinnumaður í ruðningi. Heimsmeistarinn segist hafa þurft að færa miklar fórnir til að komast á toppinn í pílukastinu. Hann velti því stundum fyrir sér hvort þær væru þess virði og sagði að spilamennska hans hafi haft áhrif á fjölskyldu sína. „Fjölskyldan fór til helvítis og baka vegna þess hvernig ég spilaði,“ sagði Price og vísaði til naumra sigra sinna á HM. „Sérstaklega gegn Daryl Gurney og Brendan Dolan þar sem ég hleypti þeim aftur inn í leikinn og setti fjölskylduna undir pressu. Ég held að konan sé búin að naga allar neglurnar og sem betur fer var ekki mikil pressa á þeim í úrslitaleiknum.“ Price segir að lífið á meðan HM stóð hafi verið heldur tilbreytingarsnautt, sérstaklega vegna takmarkana sökum kórónuveirufaraldursins. „Þegar þú ert í burtu ertu inni á herberginu þínu nánast allan tímann. Þú ferð til að spila, aftur í herbergið, ferð að sofa og svo aftur að spila. Svona er þetta. Breytingin er ekki mikil en þú getur ekki farið á veitingastað eða neitt slíkt,“ sagði Price. „Það er það erfiðasta, að vera frá fjölskyldunni og fórna miklu. Þegar ég er inni á herbergi sé ég stundum myndir að vinum mínum að skemmta sér á barnum. Ég hugsa stundum hvort þetta sé þess virði. Ég sakna stelpnanna minna. En þegar þú vinnur titil en þetta klárlega þess virði,“ sagði Price sem á þrjár dætur. Walesverjinn sagðist hafa farið að sofa fljótlega eftir úrslitaleikinn á sunnudaginn. „Ég fór upp á herbergi og lagði símann frá mér því hann var fullur af skilaboðum. Ég setti hann í hleðslu, stillti vekjaraklukkuna og lagðist til svefns. Ég hefði getað vakið alla nóttina að skoða skilaboðin en ég náði bara góðum nætursvefni,“ sagði Price sem fékk fimm hundruð þúsund pund fyrir sigurinn á HM, eða rúmlega 87 milljónir króna.
Pílukast Wales Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira