Curry rauðglóandi og skoraði 62 stig í sigri Golden State Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2021 07:30 Damion Lee þurfti að kæla Stephen Curry niður eftir leikinn gegn Portland Trail Blazers. getty/Ezra Shaw Stephen Curry fór hamförum og skoraði 62 stig þegar Golden State Warriors sigraði Portland Trail Blazers, 137-122, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas NBA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Curry hitti úr átján af 31 skoti sem hann tók í leiknum, þar af átta af sextán þriggja stiga skotum. Þá skoraði hann átján stig af vítalínunni. Þetta er það mesta sem Curry hefur skorað í leik á ferlinum en gamla metið hans voru 54 stig. EVERY BUCKET from @StephCurry30's career night! Career-high 62 points on 18-31 FGM Career-high 18 free throws made pic.twitter.com/pLtoz3I8SJ— NBA (@NBA) January 4, 2021 All the angles of Steph s WILD TRIPLE for 62! pic.twitter.com/DzU8PWsnpc— NBA (@NBA) January 4, 2021 Curry er jafnframt fyrsti leikmaðurinn síðan Kobe Bryant í desember 2005 til að skora 62 stig á aðeins 36 mínútum eða minna í leik. Þá er Curry fyrsti leikmaður Golden State sem skorar 62 stig eða meira í leik í 47 ár, eða síðan Rick Barry skoraði 64 stig í leik 1974. Stephen Curry is the first @Warriors player to score 62+ points since Rick Barry (64 points) on March 26, 1974. @EliasSports pic.twitter.com/cwKrqB6plr— NBA History (@NBAHistory) January 4, 2021 Los Angeles Lakers vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies á útivelli, 94-108. LeBron James skoraði 22 stig, tók þrettán fráköst og gaf átta stoðsendingar fyrir Lakers sem hefur unnið alla þrjá útileiki sína á tímabilinu. Hitt liðið í Los Angeles, Clippers, vann einnig góðan útisigur á Phoenix Suns, 107-112. Paul George fór mikinn í liði Clippers og skoraði 39 stig. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix. Clippers, Phoenix og Lakers eru með besta árangurinn í Vesturdeildinni; fimm sigra og tvö töp. Brooklyn Nets tapaði öðrum leiknum í röð þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Washington Wizards, 122-123. Bradley Beal hélt uppteknum hætti frá fyrstu leikjum tímabilsins og skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í liði Washington. Russell Westbrook skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Þrjátíu stig frá Kyrie Irving og 28 stig frá Kevin Durant dugðu Brooklyn skammt í leiknum. Úrslitin í nótt Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
Golden State 137-122 Portland Memphis 94-108 LA Lakers Phoenix 107-112 LA Clippers Brooklyn 122-123 Washington Detroit 120-122 Boston Minnesota 109-124 Denver San Antonio 109-130 Utah Chicago 118-108 Dallas
NBA Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira