Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 14:31 Grjótið skildi eftir sig stærðarinnar gat á rúðunni. Mynd/Haukur Már Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð. Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Haukur greinir frá þessari miður skemmtilegu lífsreynslu á Facebook í dag en í samtali við Vísi segist hann ekki hafa minnsta grun um hver kunni að hafa verið að verki. „Ekki nokkurn grun. Hér er sko ekki nein óvinátta við einn eða neinn,“ segir Haukur. „Við vöknuðum hjónin við sprengingu um hálf fjögur leytið og ég var nú reyndar ekki með heyrnartækin en það var frúin, hún heyrði glerbrot hrynja. Við héldum að það hefði bara mynd dottið af vegg eða eitthvað svoleiðis en svo þegar ég fór fram þá var stórefnis gat á rúðunni, glerbrot um öll gólf og leifar af nokkrum smásteinum á gólfinu líka,“ útskýrir Haukur. Grjótið virðist hafa brotnað þegar hnullungurinn var kominn inn um rúðuna.Mynd/Haukur Már „Það er engu líkara en að þeir hafi hent stóru grjóti sem hefur síðan brotnað þegar það kom inn,“ segir Haukur. Þau hringdu strax á lögregluna sem kom í hvelli og kallaði til smið sem kom og lokaði glugganum með viðarplötu. „Það hefur tekið langan tíma að ryksuga og sópa það sem var á gólfinu,“ segir Haukur en glerbrot úr brotinni rúðunni dreifðust út um allt gólf líkt og sjá má að meðfylgjandi myndum. Haukur segir ljóst að grjótinu hafi verið kastað af miklum krafti. „Ég er alveg hissa á því hvernig hefur verið hægt að gera þetta í raun og veru. Því við erum á annarri hæð og það helvíti mikið afl til að gera þetta. Þetta er enginn krakkaskratti sem gerir þetta,“ segir Haukur sem ber sig nokkuð vel þrátt fyrir þessa leiðinlegu lífsreynslu. Kertastjakinn hafði oltið um koll og glerbrot voru um öll gólf.Mynd/Haukur Már
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira