„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 16:04 Aron var búinn að skora þrjú mörk í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. vísir/getty Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira