Ekki hósta! Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2020 10:00 Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Nýlega átti ég samtal við vin minn þar sem ég tjáði honum það hversu sérstakt mér fyndist að á meðan margir virðast fara í gegnum dagana í ótta að þá hefði ég fundið fyrir því að þessi kórónutími hefði haft góð áhrif á mig að mörgu leyti. Með einföldun á lífinu hef ég getað sinnt heimilinu betur, morgunrútínan hefur fengið fastari sess og ég hef fengið góða hvíld. Ég hef náð að skapa minn eigin veruleika. Þá sagði hann við mig að ég hefði verið búin að undirbúa mig fyrir þessa tíma, að það sem ég hefði tekist á við í lífinu hefði einmitt verið undirbúningur! Ég játa því að hans orð eigi við rök að styðjast. Það er ekki svo langt síðan ég bjó við langvarandi hósta sem skerti lífsgæði mín töluvert. Hóstinn hélt mér fyrir vöku og kom í veg fyrir að ég gæti tekið þann virka þátt í lífinu sem ég geri í dag. Nýlega var karlmanni vísað úr matvöruverslun af öryggisverði fyrir það eitt að hósta. Höfum ávallt í huga að margir búa við vanda sem hefur áhrif á öndunarfæri þeirra líkt og einstaklingar sem fá ‘’sumarkvef’’ út frá frjókornaofnæmi og heymæði nú þegar gróður frjóvgast. Sömuleiðis búa margir við langvarandi öndunarfæravanda líkt og astma og annars konar lungnavanda. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir haldið sig að mestu heima við undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar og eru sumir að taka sín fyrstu skref utandyra um þessar mundir eftir að samkomubann hefur verið rýmkað. Vegna undirliggjandi ótta í samfélaginu eiga þessir einstaklingar á hættu að að vera litnir hornauga fyrir það eitt að hósta. Það er mjög óþægileg tilfinning að upplifa það. Ég man eftir því þegar að hósti minn var hvað verstur að þá passaði ég upp á að taka parkódín ef ég ætti von á að vera á meðal fólks. Ég man vel eftir því þegar ég sótti leiksýningu í Þjóðleikhúsinu eitt sinn og hversu margir litu á mig þegar ég hóstaði og ég skynjaði að fólki þótti óþægilegt að hafa hóstandi konu í salnum. Vinkona mín sem býr við lungnavanda og ferðast með strætó hefur fengið ýmis augnaráð fyrir það að hósta. Hugur minn er með ykkur öllum sem búið við öndunarfæravanda. Ég hugsa að við séum flest á þeirri skoðun að í okkar ‘’jafnréttissamfélagi’’ eigi jaðarsetning fólks með öndunarfæravanda ekki að líðast. Ó nei! En hver eru úrræðin? Við skulum muna að virða mannréttindi fólks og leitast við að setja okkur í spor samborgara okkar með umburðarlyndi, þolinmæði og samhygð að vopni. Í 1. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Höldum áfram. Í 27. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna segir: „Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins.“ Að lokum óska ég okkur gleðilegs sumars! Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp og varafulltrúi í stjórn Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun